Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 52
-44-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1991
Ræktun fóðurnæpu
Jón Eiríksson, bóndi
Búrfelli, Vestur-Húnavatnssýslu
INNGANGUR
Ræktun fóðumæpu til haustbeitar hefur verið ómissandi þáttur fóðuröflunar í
kúabúskap mínum. Ætlunin er í erindi þessu að fjalla um ræktun næpunnar, kosti
og galla, og hvaða þættir varðandi ræktun og nýtingu hennar ég tel helst þurfi
rannsóknar við.
HÁGÆÐAUPPSKERA
Kveikjan að næpurækt á Búrfelli vom samanburðartilraunir með mismunandi
grænfóðurtegundir sem Bjarni E. Guðleifsson og Matthías Eggertsson gengust fyrir á
nokkmm stöðum á Norðurlandi, þar á meðal á Búrfelli, árin 1976-1979. Þá strax kom
í ljós að fóðurnæpa af Civasto stofni gaf mesta uppskeru mælt í FE/ha. Civasto
næpan myndar flöskulaga næpur sem vaxa að miklu leyti ofanjarðar og er því mjög
aðgengileg til beitar eða upptöku. Þeir sem iýnt hafa í tilraunagögn telja að með
dreifsáningu megi fá í meðalári 6000 FE/ha og í góðum ámm við kjöraðstæður 10-
12000 FE/ha (Bjarni E. Guðleifsson og Matthías Eggertsson 1984, Ríkharð
Brynjólfsson 1987).
Fóðurgildi næpunnar er hátt. Af rótarþurrefni er það 1 kg, þe. í FE, en 1,2 kg
af kálþurrefni og er það því svipað og í korni, enda hvort tveggja uppsöfnun auðnýtts
forða.
JARÐVINNSLA - SÁNING
Næpuna hef ég aðallega ræktað í framræstum fmmunnum mýrarjarðvegi. Mikilvægt
er að jarðvegurinn sé ekki of blautur, en blautur jarðvegur gefur bæði slæm
vaxtarskilyrði og akurinn verður erfiður yfirferðar fyrir beitarpening í haustrigningum.
Jarðvinnsla virðist ekki þurfa að vera sérlega vönduð, oftast hef ég plægt og
grófherfað yfir flagið. Sumir bændur hafa sáð beint í plógstrengi og valtað yfir, með
góðum árangri (Árni Snæbjörnsson og Matthías Eggertsson 1991). Sú aðferð hefur
þann meginkost, að arfi helst í lágmarki, því að illgresi, aðallega haugarfi, er helsta