Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 53
-45-
vandamálið við næpuræktun. Til að verjast arfanum hef ég oftast verið með næpuna
í frumunnu landi í 2-3 ár. Ef til vill er fóðurnæpan heppileg sem sáðskiptaplanta við
endurræktun túna.
Dreiþáning með kastdreifara hefur reynst mér vel og hef ég þá ákveðið fjölda
áburðarpoka á spildu, og nota mælibox sem skammtar hæfilegt fræ á hver 50 kg og
látið dreifarann um að blanda fræi og áburði saman. Til öryggis er gott að dreifa
með tvöfaldri yfirferð.
Að sjálfsögðu er best að sá eins snemma og mögulegt er, þ.e. þegar fært er um
flög. Venjulega er það 25. maí - 5. júní á Búrfelli. Rétt er að taka fram að í
Vestur-Húnavatnssýslu eru vor og sumur svöl og lítið um hitatoppa eins og á
Norðaustur- og Austurlandi. Virðist mér þær leiðbeiningar til bænda réttar að
eðlilegur sáðtími næpu sé 1. maí - 1. júní og að eftir 10. júní sé of seint að sá næpu
(Óttar Geirsson 1979).
Áburður hefur oftast verið 17-20 pokar af Græði 5 og 10 kg af bóraxi á ha. Ég
hef ekki notað búfjáráburð á næpu vegna arfa sem honum vill fylgja.
Fræmagn hefur verið á bilinu VA-2 kg/ha. Þarna vantar tilfinnanlega rannsóknir
á hvaða sáðmagn er heppilegast, þannig að næpurnar fái nægilegt vaxtarrými um leið
og hámarksuppskera er tryggð.
Þá nýjung hef ég reynt nú seinni ár að sá lítilsháttar af sumarrepju, 2-3 kg með
IV2 kg af næpufræi á ha. Hugmyndin að baki þessarar íblöndunar er að akurinn verði
fyrr beitarhæfur. Sumarrepjan gefur einnig skjól og tréni sem kýrnar vantar með
kraftmikilli næpunni. Sá ókostur fylgir sumarrepjunni að hún þvælist nokkuð fyrir
þegar rafgirðing til randabeitar er notuð. Ef til vill má leysa það með því að sá
sumarrepjunni í rendur með næpu á milli.
ANNAÐ GRÆNFÓÐUR - BEITARTÍMI
Með fóðurnæpunni hef ég flest ár ræktað hafra, aðallega vetrarafbrigði til beitar og
sláttar. Á hafrana beiti ég kúnum fram að þeim tíma að næpan er tilbúin. Auðvitað
er erfitt að segja til um beitartíma og nýtingu grænfóðurs, það fer allt eftir árferði.
Oftast, ef hægt er að sá í endaðan maí, er grænfóðurbeitartíminn frá lokum júlí út
september fyrir kýr og tvær til þrjár vikur lengur fyrir geldneyti. Ef kálfarnir ná ekki
að hreinsa upp næpuakurinn, er sauðféð látið ljúka verkinu, og eru ærnar ekki síður
gráðugar í næpurnar en kýmar.
í sértaklega góðum árum, eins og t.d. 1990, var kúm beitt á grænfóður frá byrjun
ágúst til 27. október; fyrstu 3 vikur hafrar, eftir það næpa með smávegis sumarrepju.