Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 55
-47-
að auka hlutdeild og nýtingu heimaaflaðs fóðurs í íslenskum landbúnaði. Svarið hefur
réttilega verið hágæða hey, sem allir eru sammála um að sé grundvallaratriði. Síðan
hafa menn lagt áherslu á t.d. kornrækt og kögglun heyja, en uppskerumesta
fóðurjurtin, næpan, hefur nær gleymst. Næpan sem hefur þann megin kost að eftir
að hún er beitarhæf helst fóðurgildi hennar stöðugt sem kjarnfóður væri. Næpan
stenst vel misjöfn haustveður, t.d. snjóblota og hvassviðri. Og nái bændur að verjast
illgresi er hún að öðru leyti mjög auðveld í ræktun og fóðrun. Miðað við að yfirleitt
hefur næpubeitin staðið 5-7 vikur, við jafn svöl sprettuskilyrði og eru á Búrfelli, ætti
að vera hægt að ná 2ja mánaða næpubeit með viðunandi öryggi þar sem sprettutími
er lengri.
Takist ræktunin ætti hagkvæmnin að vera augljós. Lausleg athugun á kostnaði
(Árni Snæbjörnsson og Matthías Eggertsson 1991) bendir til að hver FE gæti kostað
5-7 krónur á sama tíma og eitt kg af kjarnfóðri kostar um 35-40 kr.
ÁTAK í RANNSÓKNUM
Að lokum ætla ég að nefna þær helstu spurningar sem ég tel að búvísindamenn þurfi
að finna svör við hvað varðar ræktun og nýtingu fóðurnæpu:
Heppilegt sáðmagn. Reynt að finna út heppilegt vaxtarrými, þannig að
hámarksuppskera fáist.
Finna helstu lausnir til varnar illgresi, t.d. með jarðvinnslu, sáðskiptum eða úðun.
Athuga nýtingu næpunnar við beit. Nautgripir, sauðfé.
Finna hve mikið kjarnfóður má spara með notkun næpu sem beitarplöntu og til
innifóðrunar.
Gera tilraunir með nýja næpustofna og sáðblöndur, t.d. næpa+sumarrepja.
Athuga áhrif vaxandi áburðarskammta á uppskeru, lostætni og efnainnihald
næpunnar.
Athuga hvernig vélvæða má upptöku næpunnar, geymslu og innifóðrun.
Hluta þessara spurninga má eflaust svara með því að vinna úr
tilraunaniðurstöðum og alls kyns upplýsingum sem fyrir hendi eru í nágrannalöndunum,
og þar hef ég sérstaklegar í huga Norður-Skandinavíu. Ýmsar innlendar athuganir og
tilraunir þarf svo að gera á tilraunastöðvunum og í samvinnu við bændur. Slíkt
rannsóknarátak mætti hugsanlega fjármagna með framlagi úr Kjarnfóðursjóði.