Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 58
-50-
SKIPULAG OG FRAMKVÆMD
Skipulag
Eitt það mikilvægasta í sambandi við beitarstjórnun er þekking á beitilandinu. Gott
er því að gera beitaráætlun fyrir næsta sumar strax að aflokinni beit á haustin á
meðan öll atriöi varðandi beitina sem var að ljúka eru en í fersku minni. Grundvallar-
atriði í þessu sambandi er að hafa túnakort, þar sem stærðir mismunandi spildna eru
sýndar og skráðar aðrar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru við gerð beitar-
áætlunar. Gott er að láta fjölfalda (Ijósrita) þessi kort og skrifa beint inn á þau þá
áætlun sem gerð er. Á beitartímanum eru síðan skráðar á annað ljósrit allar
upplýsingar um framkvæmdina, s.s. hvenær grænfóðri var sáð, hvenær borið var á
einstaka spildur, hvenær, hve lengi og hve mikið þær voru beittar, hvernig sprettan
var og aðrar þær athugasemdir sem mikilvægar þykja. Þessar upplýsingar er mjög
mikilvægt að hafa til að aðstoða við frekari áætlanir seinna. Meðan verið er að
komast upp á lagið með beitarstjórnun getur verið gott að láta efnagreina grassýni af
mismunandi spildum í beitilandinu á mismunandi tímum sumars og skrá jafnframt
ýmsar upplýsingar, s.s. veðurfar og sprettu. Einnig getur verið gott að taka ljósmyndir
af beitilandinu þegar sýni eru tekin. Þessar myndir er hægt að nota seinna, ásamt
niðurstöðum efnagreininganna, til að meta næringargildi gróðursins við framkvæmd
beitaráætlana. Best væri að taka sýnin undir eftirliti ráðunauta. Þó þetta kosti
eitthvað getur það borgað sig þegar til lengri tíma er litið. Því þó efnagreiningamar
komi að litlu gagni við beitarstjórnun árið sem sýnin em tekin hjálpar það bóndanum
að byggja upp þekkingu á landinu og hvernig bæta má stjórnunina næstu sumur.
Hægt er að draga mjög úr þessum efnagreiningum þegar menn fara að þekkja túnin
betur og hætta þeim alveg, nema í einstaka tilfelli, þegar beitarstjórnunin er komin
í fast form.
Þegar ákveða þarf hversu mörgum gripum má beita á tiltekið land í ákveðinn
tíma þarf að áætla þurrefnisuppskeruna (ÞE) á tímabilinu. Síðan er reiknað út frá
fóðureiningaþörfum (FE) gripanna, næringargildi gróðursins og nýtingu, hversu mikinn
hluta hver gripur þarf af þessari uppskeru:
Daglegar þarfir
á grip (kg ÞE)
Næringarþarfir gripa, FE
100
X
Næringargildi gróðurs, FE/kg ÞE
Gróðurnýting, %