Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 69
-61-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1991
Framræsla - breyttar áherslur
Árni Snæbjörnsson
Búnaðarfélagi íslands
BREYTTAR AÐSTÆÐUR
Innlend fóðuröflun á ræktuðu landi er undirstöðuatriði í nútíma búskap. Aukin tækni
og vélvæðing í ræktunarmálum hafa gert það kleift að auka svo við ræktunina á
liðnum áratugum að búin gátu stækkað og framleiðsla aukist. Á allra síðustu árum
hefur dæmið snúist við, búvöruframleiðsla byggð á grasrækt er orðin of mikil,
takmarka þarf framleiðsluna. Þar með er þörfin fyrir viðbótar ræktun (nýræktun)
tæpast lengur til staðar, nema þá hugsanlega hjá örfáum aðilum sem seinir voru með
sína ræktun og eru þannig staðsettir að ekki tekst að nýta ónotaða ræktun í
nágrenninu. Þar sem stór hluti ræktunarinnar er 10-30 ára hlýtur viðhald hennar
(þ.m.t. framræsla) að verða verulegt atriði á næstunni, þó auðvitað valdi breyttir
búskaparhættir því líka, að ræktun á stöku stað fellur alveg úr notkun. Til þess að
röksfyðja það að heildartúnstærð ætti að vera nægjanleg er hér birt eftirfarandi tafla:
Búfjárfjöldi og túnstærð (allt landið).
1974 1979 1984 1989
Ærgildi, alls 1.663.500 1.530.600 1.518.800 1.368.400
Túnstærð, ha 127.000 131.000 134.000 136.000
Ærgildi á hektara 13,1 11,7 11,3 10,1
f töflunni er tölum Forðagæslunnar um búfjárfjölda breytt í ærgildi á eftirfarandi hátt:
1 ærgildi = 1/16 kýr = 1/4 geldneyti = 1/2 hross
1 kýr = 16 kindur = 4 geldneyti = 8 hross
Ef reiknað er með að nýtanleg uppskera (hey + beit) af hektara sé 2500 FE, þá
gefa núverandi tún um 250 FE á ærgildi, sem aftur sýnir ríflega túnstærð. Spurningin
er hins vegar sú hvernig til tekst með nýtingu, losna tún þar sem þeirra er þörf ?
Eins má eitthvað deila um hversu áreiðanlegar tölurnar um túnstærð eru. Eftir
stendur þó að þörf á nýræktun getur ekki verið mjög mikil ef á heildina er litið.
Þess má geta að vorið 1989 var jarðræktarlögum breytt á þann veg að einungis