Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 81
-73-
og fjölhæfar, og mælir hann einkum með þeim síðarnefndu, sem sameini hávaxnar og
lágvaxnar tegundir armars vegar og snemmvaxnar og seinvaxnar tegundir hins vegar.
Óttar Geirsson (1982) hefur tekið saman nokkur grundvallaratriði sem hafa verður
í huga við blöndun tegunda ef ná eigi tilætluðum árangri, svo sem svipaðan þroskaferil
og samkeppnishæfni. Hann leggur þó áherslu á að vel komi til greina að nota saman
skammærar tegundir, sem líklega endist fá ár en eru uppskerumiklar eða verðmætar
að öðru leyti með öðrum sem varanlegri eru. í þessu fylgir hann Ólafi Jónssyni
(1960).
í öllum umræðum um grasfræblöndur á seinni árum hefur athyglin beinst að
uppskerumagni og dreifingu uppskerunnar yfir sumarið, sem og stöðugleika hennar.
Hollustugildi uppskerunnar hefur þokað, enda má ætla að í eldri ritum séu blöndur
belgjurta og grasa einkum hafðar í huga í þessu efni. Þótt grastegundir séu eitthvað
mismunandi hvað efnamagn snertir skiptir það litlu í samanburði við mismun einkím-
blöðunga og tvíkímblöðunga sem um margt myndu teljast ..hollara" fóður, ekki síst
vegna mikils steinefnamagns (Timenes 1986). Engu að síður teljast tvíkímblöðungar
almennt illgresi í túnum. Hollusturök fyrir blöndum verða því að teljast léttvæg.
Rök fyrir því að vænta megi meiri uppskeru af blöndum en bestu tegund þeirra
í hreinrækt eru í ýmsu vistfræðilegs eðlis. Fjölbreytt tegundaflóra er talin eitt
einkenni afkastamikils vistkerfis, sem byggi á því að tegundir nýta mismunandi vist;
einkum er vísað til mismunandi rótardýptar og sprettuferils yfir vaxtartímann. Einnig
geta komið til önnur jákvæð áhrif tegunda á milli jafnvel þótt litið sé framhjá
belgjurtum. Þannig telur t.d. Böttcher (1971) að gróðursveit sem hann kennir við
túnvingulsafbrigði peningagrass-snarrótargróðursveitar sé afkastamest gróðursamfélaga
í íslenskum túnum, að vísu að undanteknum ungum vallarfoxgrastúnum.
Samkeppni plantna er flókið fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað.
Áhrifum plantan hver á aðra hafa verið flokkuð m.a. á eftirfarandi hátt:
A. Neikvæð víxlverkan (antagonismi) þar sem tegundir draga hvera aðra niður,
annaðhvort þannig að önnur hagnast á kostnað hinnar eða jafnvel að báðar líða
fyrir sambýlið.
B. Uppfylling (complemantation) er það kallað þegar vist tegundanna er svo misjöfn
að þær skarast alls ekki. Til dæmis má taka dæmi af plöntu sem vex að vori og
aðra sem vex að hausti, og þrengja því ekki kost hver annarrar.
C. Samvinna (cooperation) er það kallað þegar sambýlið leiðir í sjálfu sér til
hagnaðar fyrir gagnkvæms hagnaðar. Sígilt dæmi um þetta er blanda grasa og
belgjurta.