Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 83
-75-
503-78 á Hvanneyri. Þar er ekki hægt að sjá nein slík áhrif; upptaka næringarefna
á blöndureitum er síst meiri en þeirrar tegundar sem meira gefur af sér í hreinrækt.
Tegundirnar, í þessu tilfelli vallarfoxgras og vallarsveifgras, virðast þannig sækja í sama
næringarforða.
Hliðstætt gildir um að tegundir í blöndu nái að nýta mismunandi tíma sumarsins
til vaxtar. Blöndur vallarfoxgrass og vallarsveifgrass gefa vissulega aðra skiptingu milli
1. og 2. sláttar en tegundirnar í hreinrækt, en heildaruppskeran er ekki meiri, frekar
öfugt. Það er tegundum á okkar breiddargráðum eðlilegt að fullnýta sumarið. Efna-
upptaka þeirra og tillífun hlýtur því að byrja strax og hitastig og daglengd leyfir að
vori og þar með samkeppni um þessi gæði milli tegunda. Það hefur enda komið fram
að jafnvel þó svo vallarsveifgras gefi afar Ktið í uppskeru 1. sláttar í blöndu með
vallarfoxgrasi sjást samkeppnisáhrifin glöggt á vallarfoxgrasinu. Það er lágvaxnara á
blöndureitunum.
Ef slegið er eftir 10. júlí er endurvöxtur vallarfoxgrassins nær engin, en plönturnar
taka að byrja undirbúning vetrar. Til þess þurfa þær næði sem mikill endurvöxtur
vallarsveifgrass hindrar, og afleiðingin hlýtur að birtast í minnkuðu vetrarþoli. Þetta
hefur Lfka komið fram í tilraunum þar sem vallarfoxgras hefur gengið fyrr úr sér í
blöndu en hreinrækt. í tilraun á Hvanneyri var hlutdeild vallarfoxgrass í uppskeru
eftir fimm ár 65%, en 25% ef því hafði verið sáð með Fylking vallarsveifgrasi, hvort
tveggja miðað við 1. slátt 4. júlí hvert ár.
Hugmyndir um að nota megi saman tegundir sem gera mismunandi kröfur til
árferðis eru einnig hæpnar. Til þess yrðu tegundir að vera býsna ólíkar, og hæpið að
jafnvel þó skiptist á t.d. þurr ár og rök séu tegundirnar ávallt báðar tilbúnar að
bregðast við hagstæðu árferði hvenær sem er, hvað þá ef nokkur svipuð ár fylgja hvert
öðru.
Skoðun erlendra kennslubóka og leiðbeiningarita sýnir að nær alltaf er mælt
með blöndum, en nánari skoðun leiðir þó í ljós að allar forsendur taka mið af
blöndum með belgjurtum, sem eru allt annars eðlis en þær blöndur sem hér eru til
umræðu. Þá verður einnig að hafa í huga að nær allar leiðbeiningar um sáningu til
túns í nágrannalöndunum taka mið af skiptirækt, þar sem aðeins er miðað við að
túnið standi í 3-5 ár.
í 2. töflu er tekinn saman árangur nokkurra blöndutilrauna hér á landi. Það er
upp og ofan hvort blöndumar hafa skilað meiri eða minni uppskeru en sá
blönduþáttur sem mest gefur í hreinrækt, og eflaust kæmi ýmislegt fróðlegt í ljós við
íterlegri skoðun. Sem dæmi má nefna tilraun 199-66 (Magnús Óskarsson og Bjarni