Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 88
-80-
eftirverkunarárinu með einni undantekningu (2. mynd). Að baki hverrar tölu eru
oftast 12-48 reitir tegundagreindir. Allar tilraunirnar voru gerðar á tilraunastöðinni
á Korpu á mélubornu mólendi, nema ein (75-515-86) var gerð á áraurum á Steina-
sandi í Suðursveit.
1. tafla. Tilraunir sem fjallað er um.
Nr. Tilrauna- tímabil Ár Sáð- ár Sáning
01-567-80 1981-82 2 1980 Blanda, vaUarfoxgr. og sveifgr./túnv.
02-567-81 1982-85 4 1981 Hreint vallatfoxgr., sveifgr., túnv., língr. og blöndur
568-81 1982-85 4 1981 Hreint vallarfoxgr., sveifgr. og blöndur
582-82 1983-85 3 1982 Hreint vallarfoxgr.
05-528-84 1985-87 3 1982 Hreint vallarfoxgr.
608-84 1985-87 3 1982 Hreint vallarfoxgr.
653-86 1987-89 3 1986 Hreint vallarfoxgr., sveifgr. og blöndur
75-515-86 1986-87 2 1967 Grasfræblanda, vallarfoxgr., sveifgr. og túnv.
Fyrsti sláttutími var um það bil viku fyrir skrið á vallarfoxgrasi, 22.-30. júní, annar
sláttutími á bilinu 14.-22. júlí og þar sem þriðji sláttutími var sleginn var hann á bilinu
28. júlí til 9. ágúst. Borið var á á þremur mismunandi tímum; 2.-6. maí, 20.-24. maí
og 5.-10. júní. í þremur tilraunum voru kannaðir mismunandi áburðarskammtar og
einnig hver væru áhrif þess að bera á hluta áburðarins milli slátta. Loks var í einni
tilraun athugað mismunandi sáðmagn grasfræblöndu og jafnframt mismunandi hlutföll
vallarfox- og vallarsveifgrass í blöndumii.
HLUTDEILD VALLARFOXGRASS
Sláttutími
Upplýsingar um áhrif mismunandi sláttutíma á hlutdeild vallarfoxgrass má fá úr sjö
tilraunum. Á 1. mynd má sjá hlutdeild vallarfoxgrass í uppskeru eftirverkunarárið eftir
að sláttutímameðferð hefur staðið í 2-4 ár. Sýnd er uppskera af reitum sem sánir
voru blöndu vallarfoxgrass og vallarsveifgrass. í tveimur tilraunum var aðeins hreint
vallarfoxgras (05-528-84 og 528-82). Glögglega sést að í þeim öllum verður minna um
vallarfoxgras eftir því sem fyrr er slegið. Munurinn milli fyrsta og síðasta sláttutíma
er mismikill og ræður þar mestu hversu lengi tilraunin hefur staðið áður en
eftirverkun var mæld.
A 2. mynd er sýnd hlutdeild þriggja grastegunda í uppskeru, annars vegar fyrsta
uppskeruárið og hins vegar það fimmta, það er eftirverkunarárið. Þeir reitir voru