Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 95
-87-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1991
Hagkvæmni endurræktunar
Erna Bjamadóttir
Hagþjónustu landbúnaðarins
INNGANGUR
Það hefur löngum verið sagt að búskapur sé heyskapur og víst er að nokkuð sann-
leikskorn er í því. Búskapur á íslandi byggist fyrst og fremst á ræktun grasbíta og
framleiðslu á afurðum þeirra. Sumur em stutt og svöl, innistöðutími búfjár langur og
mikið veltur á hvernig til tekst með öflun vetrarforða bæði hvað varðar magn og
gæði. Nú á tímum kemur nánast allt þetta fóður af ræktuðu landi og em það þá
þættir eins og ástand ræktunar, áburðarnotkun og veðurfar sem ráða því hvernig til
tekst. Ljóst er að aðstæður til ræktunar, þ.e. jarðvegur og veðurfar, em mismunandi
milli héraða og bæja.
Bændur hér á landi bjuggu um nokkurt árabil við það að vera hvattir til að auka
framleiðslu sína. Birtist þessi stefna m.a. í því að styrkir vom greiddir út á stækkun
og endurbætur túna. Ekki er ætlunin að rekja hér þá stefnubreytingu sem átt hefur
sér stað á síðastliðnum 5-10 ámm í málefnum landbúnaðarins eða orsakir hennar, sú
saga mun flestum kunn. í stuttu máli hefur framleiðsla á afurðum grasbíta dregist
vemlega saman. Mun óhætt að fullyrða að það land sem þegar hefur verið bylt og
breytt í tún, geti gefið af sér nægan vetrarforða af heyi. Þetta endurspeglast í því að
ekki em lengur greidd ríkisframlög út á nýræktir, en aðeins vegna endurræktunar.
Jafnhliða því að farið var að stjórna mjólkur- og kindakjötsframleiðslunni vom
lögð gjöld á innflutt kjarnfóður. Sjálfkrafa hvatti þetta bændur til þess að leggja
áherslu á að bæta eigin fóðuröflun, því hollur er heimafenginn baggi. Bændur hafa
leitað fyrir sér í nýjungum í heyverkun og er þar átt við rúllubindingu á heyi. En
augljóslega hljóta vangaveltur um viðhald ræktunar að skipa nokkurn sess í skipu-
lagningu á eigin fóðuröflun búsins. Hver bóndi hlýtur að keppa að því að fá sem
mesta uppskem að magni og gæðum af túni sínu. „Meginröksemdin fyrir endurvinnslu
er sú að tún séu gróðurfarslega úr sér gengin, sáðgresi sé horfið og innlend grös, sem
náð hafi yfirhöndinni, gefi minni uppskem og séu lélegra fóður" (Áslaug Helgadóttir
1987). Endurræktun er hins vegar dýr og því ástæða til að velta því fyrir sér hvort
slík framkvæmd sé hagkvæm þegar til lengri tíma er litið, nú þegar bændur búa við
L