Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 98
-90-
endurvinnslunni í hag (Árni Snæbjörnsson 1985).
Samkvæmt niðurstöðum úr tilraun nr. 515-80 frá Korpu þá var meltanleiki
uppskeru af túni, sem vaxið var vallarfoxgrasi og vallarsveifgrasi, mældur þann 20. júlí
69,2%, en meltanleiki uppskeru af túni með blönduðum gróðri mældist 64,9%. Á
móti kemur þó að meltanleiki vallarfoxgrass fellur hraðar en annarra tegunda á
sprettutímanum (Hólmgeir Björnsson og Jónatan Hermannsson 1983). Eðlilegt er því
að búast við að kg af vallarfoxgrasi sé orkuríkara en kg af töðu af túni með
blönduðum gróðri.
2. Ending uppskeru.auka.ns. Ýmsar heimildir benda til að stuttur tími líði þar til
uppskera sé orðin svipuð og var fyrir endurvinnslu. Nesheim (1979) fann út að aðeins
þremur árum eftir endurræktun var uppskera orðin áþekk því sem var fyrir endur-
ræktun og sá uppskeruauki sem fékkst hefði ekki nægt til að greiða kostnaðinn.
í tilraunum á Hvanneyri með vallarfoxgras (Áslaug Helgadóttir, 1987) reyndist
uppskera 1. árið eftir sáningu að meðaltali 63 hkg þe./ha en féll verulega fyrstu 4-
5 árin en sveiflaðist eftir það í kringum 50 hkg þe./ha. Niðurstöður stofnaprófana á
vallarfoxgrasi og útreikningar á uppskeru í tilraunum á Hvanneyri sýna að ólíklegt er
að meðaluppskera vallarfoxgrass fari yfir 55 hkg þe./ha fyrstu 5 árin (leiðrétt fyrir
hita). „Þessi aukna uppskera fyrst eftir sáningu fæst eflaust vegna aukins áburðar sem
borinn er í landið við ræktunina og loftunar í jarðvegi. Bæði þessi áhrif hverfa
nokkuö fljótt" (Áslaug Helgadóttir 1987).
Vallarfoxgras virðist þola illa blautan og súran jarðveg (Nesheim 1984, Áslaug
Helgadóttir 1987). Þetta kom einnig fram á Krossnesi á Mýrum en þar var vallar-
foxgras að mestu horfið 5 árum eftir endurvinnslu, nema þar sem kalkað var (Árni
Snæbjörnsson 1985).
Hvað áhrif áburðartíma snertir þá minnkaði hlutdeild vallarfoxgrass ........eftir því
sem seinna var borið á og fyrr var slegið, þegar það óx í blöndu með öðru grasi"
(Jónatan Hermannsson 1985, Hólmgeir Björnsson 1986). í tilraun á Hvanneyri (m.
503-78) komu skýrt fram neikvæð áhrif á endingu vallarfoxgrass ef snemma var slegið
(um 20. júní), en það hélt sér vel ef ekki var slegið fyrr en upp úr miðjum júlí
(Áslaug Helgadóttir 1987, eftir: Birni Júlíussyni 1985).
Hvað beit varðar þá virðist vallarfoxgras þola betur að vera bitið vor og haust en
að vera slegið snemma (Áslaug Helgadóttir 1987).
Að lokum má nefna að vanda þarf til jarðvinnslu og sáningar. Nauðsynlegt er
að plægja fyrir herfingu eða tætingu. Þá virðist kölkun ásamt notkun búfjáráburðar
sem unninn er ofan í moldina auka loftiými jarðvegsins og bæta mjög árangur endur-