Ráðunautafundur - 15.02.1991, Síða 104
-96-
1. tafla. Sala á rúlluvélum árin 1983-1990.
Ár 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990
Rúllubindivélar 2 20 33 19 21 64 177 114*
Rúllupökkunarvélar 8 88 203 128*
* Sala 1990 fram til 20. október.
2. tafla. Hlutur rúllubagga í heyfeng landsmanna.
Ár Vothey sem % af gróffóðri Rúllur sem % af votheyi Rúllur sem % af gróffóðri Fjöldi bæja með rúlluhey
1981 10,7 0 0 0
1982 10,7 0 0 0
1983 12,7 1,3 0,16 16
1984 12,4 4,9 0,6 59
1985 13,5 10,4 1,4 191
1986 14,2 20,5 2,9 295
1987 14,5 25,5 3,7 392
1988 18,1 37,5 6,8 608
1989 26,2 60,8 15,9 1198
Lengi vel hefur hlutdeild votheys í heyfeng landsmanna verið um 10%, en í lok
þessa áratugar hefur orðið breyting á eins og sjá má í 2. töflu (Pétur Þór Jónasson
1990).
Ekki liggja fyrir upplýsingar um heyfenginn 1990 en í könnum sem gerð var
síðastliðið haust kom í ljós að sala á rúllubaggaplasti var um 460 tonn. Má því ætla
að um 420-460 þúsund rúllubaggar hafi verið bundnir á liðnu sumri, en það mun láta
nærri að sé um 30% af heyforða landsmanna á liðnu hausti.
HVERS VEGNA RÚLLUVOTHEY ?
Nokkur bændanámskeið um rúlluverkun hafa verið haldin á undanförnum tveimur
árum og þar hefur þessari spurningu oft verið varpað fram. Svör bænda eru á ýmsa
vegu allt eftir áhersluatriðum og aðstæðum heima fyrir. Flestir benda á að þeir hafi
áhuga á aukinni votheysverkun, en treystist ekki til mikilla fjárbindinga í
votheysgeymslum. Með þessari aðferð megi byrja smátt og þreifa sig áfram og nýta
önnur útihús til geymslu eða geyma rúllurnar í útistæðum. Annað atriði sem vegur
þungt er að ná má miklum afköstum á velli við rúllun og pökkun en heimakstur og
frágangur í stæður er ekki háður vinnu á velli. í samanburði við þurrheysverkun er