Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 106
-98-
á heyinu frá sópvindu inn í baggahólf þegar heyið er blautt. Þá má tilfæra að
stundum er ferilhraði milli sópvindu og baggahólfs ekki samhæfður. Ennfremur er
nokkuð algengt að baggahólfin séu það mikið opin að verulegt þurrefnistap á velli á
sér stað.
Allar þær vélar sem hafa verið fluttar til landsins eru með baggabreidd nálægt
1,2 m, en vélunum má annars skipta í tvær aðalgerðir, þ.e. vélar með fasta baggastærð
oft nefndar lauskjarnavélar og svo breytilega baggastærð eða fastkjarnavélar. Miklar
vangaveltur hafa átt sér stað um hvort munur sé á verkun bagganna eftir þessum
vélagerðum en það hefur ekki komið fram í beinum tilraunum. Hins vegar hefur
rúmþyngd fastkjarnabagga oft mælst heldur meiri og er oft talað um 10-15% í því
sambandi. Það er hins vegar múgagerð og ökulag sem ræður meiru um lögun og
rúmþyngd bagga fremur en einstök vélamerki. Óvönduð vinnubrögð við rúllun leiða
iðulega til óreglulagaðra og lausra bagga sem aftur valda óhóflegri plastnotkun,
baggarnir falli saman í stæðu og að leki komi að þeim. Því er brýnt að stjómendur
þessara tækja fái í upphafi góða tilsögn og þjálfun, sér í lagi þeir sem fara í
umferðarvinnu með þessi tæki, því mikil verðmæti em í húfi.
Algengt er að garnnotkun við rúllubindingu sé óhófleg af því að vélarnar em ekki
stilltar í samræmi við aðstæður. Þannig þarf ekki nema 10-12 vafninga á hvern bagga
í grófu og forþurrkuðu heyi, en allt að 20 vafninga í smágerðu blautu heyi, en þó er
þetta nokkuð háð pökkunarstað og tækni vð meðhöndlun bagganna. Netbinding getur
verið álitlegur kostur á forþurrkað hey en hins vegar er stofnkostnaður í þeim búnaði
vemlegur. Aflþörf vélanna er breytilegt eftir vélagerðum, svo og þurrkstigi og
heygerð, en almennt má segja að hún sé frá um 30 kW (um 40 hö) og í um 50 kW
(68 hö). Menn skyldu varast að ætla sér of litla dráttarvél því það kemur ekki aðeins
niður á afköstum heldur er þá ekki hægt að nýta þjöppunarhæfni vélarinnar að fullu.
í ýmsum tilvikum er nauðsyn að hafa upplýsingar um þyngd bagganna og
þurrefnisinnihald. Þetta á einkum við um gerð fóðuráætlana, forðagæslu og við
heysölu. Ennfremur getur verið gagnlegt að átta sig á baggafjölda af hektara og
plastnotkun. Til glöggvunar á þessum atriðum em í 3. töflu sýndar niðurstöður
mælinga úr búvélaprófunum og afleiddar stærðir þar að lútandi. Gengið er út frá
uppskem er svarar til 3400 kg þe. af hektara og að filman sé vafin fjórfalt um
baggana með þremur aukavafningum í lokin. Einnig að filman sé 0,025 mm að þykkt.
Rétt er að árétta að rúmþyngd bagganna getur verið nokkuð breytileg eftir
vélamerkjum en þó fremur milli ökumanna eins og áður var rætt.