Ráðunautafundur - 15.02.1991, Síða 111
-103-
Almenn umræða í þjóðfélaginu svo og í fjölmiðlum um þessa verkunaraðferð er
oft fremur neikvæð og þá sennilega vegna rúlluplastsins og þeirrar hættu sem er á því
að það valdi umhverfisspjöllum. Af þeim ástæðum, svo og af framansögðu, er brýnt
að bændur og samtök þeirra taki þessi mál föstum tökum og hrindi í framkvæmd,
helst á þessu ári, raunhæfum aðgerðum sem leysa þessi mál til frambúðar.
LOKAORÐ
Hér að framan hefur verið tekið á nokkrum af þeim þáttum er snerta umrædda
verkunaraðferð. Þeir eru þó fyrst og fremst tæknilegs eðlis en ótalin eru þó ýmis
atriði sem þyrftu að fá umfjöllun. Þar má nefna hagkvæmni þessarar aðferðar í
samanburði við hefðbundnar. Einnig aðstæður og aðferðir við að geyma þennan
heyforða svo og hvernig húsaskipan fellur að þessari tækni og auk þess leiðir til að
hagræða gjafaþættinum. Þá væri þarft að ræða hvernig hagkvæmast er að samnýta
tækjabúnað fyrir fleiri býli en það tíðkast nú þegar í nokkru mæli. Ennfremur virðast
ýmsir möguleikar vera á innlendri tækjaframleiðslu í tengslum við verkunaraðferðina
en nokkrir aðilar eru komnir með tæki á markaðinn. Varðandi fóðurfræðilega þáttinn
hafa komið upp ýmis vandkvæði þar sem mjög margir bændur hafa litla reynslu í
votheysfóðrun.
Að lokum er rétt að undirstrika mikilvægi þess, að umræddum breytingum í
fóðuröflun landsmanna verði fylgt vel eftir með öflugu rannsókna- og leiðbeininga-
starfi. Á þann hátt má draga úr líkum á óheppilegri fjárfestingu í tækjabúnaði og
mistökum við fóðurverkun.
HELSTU HEIMILDIR
ADAS 1987. How to get the best out of silage balc wrapping, Round Bale Silage-Plan in Detail. Agrafax
PR Ltd., Robinson House, Shrewsbury, 12 bls.
British Grassland Society 1989. Big bale silage; the technology of making silage in big bales and its
place in the general forage conservation scene. The British Grassland Society c/o AFRC Institute for
Grassland and Animal Production, Hurley, Maidenhead, Berks SL6 5 LR.
Grétar Einarsson 1984. Rúlluvothey; tækni við bindingu og geymsla bagga. Fjölrit Ráðunautafundar
1984, bls. 171-179.
Grétar Einarsson 1989. Rúllubaggatækni; tækni, verkun, kostnaður. Freyr, 1989, bls. 344-352.
Howard, Peter 1989. Big bale silage; success is quality under wraps. Power Farming, June 1989, bls. 32-
33.
Lilja Guðrún Eyþórsdóttir 1990. Reynsla bænda af verkun heys í rúlluböggum. Bráðabirgðaskýrsla, 12
bls.