Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 113
-105-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1991
„Búskapur er heyskapur"
Bjarni Guðmundsson
Bændaskólanum á Hvanneyri
" Svo nauösynligt sem þat er, vel at rækta og
hiröa um tún, svo þarfligt er og hitt, at haga svo
heyslætti og heyverkum öllum, at menn hafi
full not ávaxtar þess, er tún og engiar af sér
géfa, svo eigi brióti menn þat niör meö einni
hönd, sem uppbyggt var áör meö annari..."
Ólafur Stephensen 1786).
Titill þessa erindis er vel þekkt setning, höfð eftir Jónasi Péturssyni áður
tilraunastjóra á Skriðuklaustri, sem flestum öörum betur hefur skilið hagfræði
íslenskrar tilveru. Erindið er um heyskap - fóðuröflun af graslendi. Heyskapur er
ferill verka. Upphaf hans er oftast sett viö sláttinn, en allt eins mætti setja það við
fyrstu stig fóðurræktarinnar. Setja má endi hans að afurðum búfjárins fengnum,
enda heyið í sjálfu sér verðlítið fyrr.
í þessu erindi ætla ég að fjalla um nokkur almenn atriði varöandi heyskap og
heyverkun, sumpart til þess að meta stööu þessara búverka í dag og sumpart til
þess að íhuga möguleika til úrbóta, þar sem þeirra kann að vera þörf.
Megintilgangur minn er að hvetja til umhugsunar og umræðu um efnið og aö draga
fram þörfina á breiöri umfjöllun fagþjónustu landbúnaðarins um þaö.
Heyskaparmarkmiðin
Heyskapur er samspil margra áhrifaþátta, þar sem hagnýta þarf margvíslega
þekkingu. Árangur heyskaparins er hægt að skilgreina og meta á ýmsan veg, m.a.:
- með heymagni
- með heygæðum
- með kostnaði við öflun heysins
- með vinnutíma og vinnuálagi við öflun heysins
Hver bóndi hefur sitt markmið með heyöfluninni - eitt eða fleiri af ofangreindum
atriðum. Sameiginlegt mun þó flestum að æskja nokkurs hagnaðar af heyskapnum.
Undanfarin ár hafa miklar breytingar orðiö í heyöflun hérlendis, ekki aðeins
hvað heyskapartækni snertir heldur líka hvað varðar stöðu heysins í
búvöruframleiðslunni. Kröfur um heygæði hafa vaxið að mun, enda hefur það verið
opinber stefna innan landbúnaðarins að auka hlut heys og annars innlends fóðurs í
búvöruframleiðslunni. Þessi stefna hefur leitt til kröfunnar um styrkari stjórn
heygæða en áður gerðist.
L