Ráðunautafundur - 15.02.1991, Qupperneq 114
-106-
Heyskaparstjórn
Heyið er gagnstætt mörgu öðru fóðri afar breytilegt að gerð og gæðum. Sé ekki
ráðið við þennan breytileika, skapar hann vanda í búvöruframleiðslunni, vanda
sem mæta verður með kostnaðarsömum hætti (fóðurkaup, afurðamissir). Með því
að hagnýta breytileikann má hins vegar tryggja hagkvæma nýtingu aðfanga í
búvöruframleiöslunni. Hin góða nýting byggist þá á því, að heygæöunum er
stjórnaö meö hliösjón af fóöurþörfum áhafnar viökomandi bús.
Við núverandi aðstæöur hefur hver sá sem býr með nautgripi og sauðfé
tiltekið framleiðslumagn til fullviröis. Til þeirrar framleiðslu þarf bústofn og fóöur.
Bústofninn er oftast gefin og treghræranleg stærð. Fóðurmagnið til hvers
framleiðsluárs er unnt að skilgreina bæði að magni og gæðum. Því næst þarf að
finna út, hvaða fóðurtegundir uppfylla þessar þarfir meö hagkvæmasta hættinum í
hinu gefna tilviki.
Sérhæfni seinni tíma deilir flestu í parta. Þetta á líka við um fóðuröflun og
heyskap. Deilingin hefur opnaö verömætan skilning á mörgum sviðum, sem vart
hefði fengist með öðrum hætti, en jafnframt magnað kröfuna um kerfun
þekkingarinnar. Segja má, að hér sé um tvenns konar nálgun að ræða:
- með hlutsýn
- með heildarsýn
Tekið skal skýrt fram, aö hvorug leiðin útilokar hina. Raunar kalla þær hvor á aðra.
Hvað fóöurrækt og heyskap varöar hefur mun meira farið fyrir hlutsýninni í
rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum. Fjallað hefur verið um einstaka þætti, oft
án glöggra tengsla við þá heildarmynd, sem þættirnir mynda. Á hinn bóginn liggur
mikið af „brotaþekkingu" vannýtt, vegna þess aö frumkvæði ellegar áhöld hefur
vantað til þess að tengja hana saman í starfræna heild.
Það hefur löngum þótt vandaverk að stýra heyskap og við það hafa mönnum
verið mislagðar hendur. í Eyrbyggju varð frægur góðbóndinn Úlfar í Úlfarsfelli við
Álftafjörð, „forverksmaör góör ok tekinn til þess at honum hiröist skjótar hey en
öðrum mönnum," ef til vill vegna þess að hann kunni „gerr veör at sjá en aörir
menn" og var svo forsjáll „at fé hans dó aldri af megri eöa drephríðum" (Eyrbyggja
saga). Slíka bændur þekkjum við einnig í dag. Þeir hafa heildarsýn yfir rekstur
búsins: vinna rétt verk rétl á réttum tíma. Sumt af þekkingu þessara bænda virðist í
fyrstu erfitt að skrá og skilgreina. Með rýrnandi tengslum á milli bændakynslóðanna,
en jafnframt vaxandi kröfu um starfshæfni og starfsþekkingu í búrekstrinum við
aukna samkeppni, er meiri þörf en áður á að hlut- og tölugera þessa þekkingu -
gera hana að verkfæri, er nýta má hvar sem er af hverjum sem er. Þekkingin er
tvenns konar:
- þekking á einstökum þáttum ferilsins
- þekking til þess að tengja þættina saman, aö vinna með heildir
Saman falla þessi svið í því, sem nefna má framleiðslustjórn búsins. Hvað
framleiðslustjórn heyskaparins varðar, verða tvær spurningar öðrum áleitnari:
a. Hvernig getum viö stýrt heymagni og heygæðum?
b. Hvernig getum viö haft áhrifá framleiöslukostnað heysins?
Áður en spurningarnar verða teknar til umfjöllunar verður vikið að fáeinum
stærðum, sem einkenna stöðu heyöflunar um þessar mundir.