Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 118
-110-
Á fóðurverði hérlendis höfum við kennt áhrifa veðurfarssveiflna í fjarlægum
heimshlutum (1988-89). Af þessum sveiflum hafa menn vaxandi áhyggjur. Þá
magnast umræðan um fóöurframleiðslu í Ijósi auölindanýtingar, umhverfisverndar
og hollustu (Brown og Young 1990).
í gangi hafa verið alþjóöaviðræður um breytta hætti heimsviðskipta. Þegar
þetta er skrifað, vofa yfir alvarlegri stríðshótanir en þekkst hafa um árabil. Einn angi
þeirra er mikil hækkun olíuverðs. Fóðurframleiðsla og fóðurvöruviðskipti í heiminum
eru því í óstöðugu „jafnvægi" um þessar mundir - óstöðugra en oftast áður. Hér
verður engin tilraun gerð til þess að spá um framtíöina; aðeins minnt á það, að við
þurfum aö móta framtíð eigin fóöurframleiðslu í stóru og smáu með glöggri hliðsjón
af þeirri óræðu heimsmynd, sem nú blasir við.
Nokkrar úrbótaleiöir
Höldum þá aftur á heimaslóð. í þessum kafla verður vikið aö fáeinum atriðum, sem
kalla má leiðir til úrbóta. Ekki er rúm til þess að fjalla um þau til hlítar, enda
tilgangurinn fyrst og fremst sá að vekja á þeim athygli. Þessum atriðum er það
sameiginlegt, aö úrbæturnar felast einkum í endurbættu skipulagi og beitingu
þekkingar- þekkingar, sem að töluveröu leyti er þegar til. Má því segja, að hér sé
frekast þörf þróunar- og ráðgjafarstarfs.
A. Mat á núverandi ástandi fóöurframleiðslu og fóðurnýtingar búanna. Ein
þýðingarmesta undirstaða hagræðingar og rekstrarstjórnar fyrirtækja er skráning
og síðan markviss notkun réttra upplýsinga um reksturinn. Nú þegar hafa til dæmis
mörg innlend fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum lagt í töluveröan kostnaö við
mannafla, tækni og hugbúnað í þessu skyni, kostnað sem í mörgum tilvikum er
taiinn hafa endurgreiðst á fáum árum með bættum rekstri. í landbúnaði eigum við
einnig hliðstæð dæmi:
Á sviði búfjárræktar hafa náðst miklar og stöðugar framfarir, sem byggjast á
skráningu og skipulegri notkun afurðaskýrslna. Þessi þekking hefur bæði gagnast
hinu einstaka búi, en einnig oröiö búgreininni sem heild styrkur í félagslegu
ræktunarátaki. Hliöstæð gagnaöflun og gagnanýting á sviði heyöflunarinnar er
harla ófullkomin. Á meðan svo er, verður staða þessa framleiðsluferils á einstökum
búum hvorki metin af nákvæmni, né markvissar úrbótatillögur gerðar. Af
mikilvægum þáttum, sem skrá þarf má nefna:
1. Fóðurræktarskvrsla
a) með upplýsingum um ræktunarástand, áburð og aðra
ræktunarþætti hverrar spildu, sem nýtt er til fóðurræktar.
Túnabók mun allvíða vera tiltæk;
b) með upplýsingum um sláttutíma og uppskerumagn af helstu
spildum, sem tengdar eru skipulegri töku heysýna til
efnagreininga, svo fylgjast megi með magni og nýtingu
uppskerunnar.
2. Fóðrunar- og afurðaskvrsla
a) með upplýsingum um tiltækt fóöurmagn á hautnóttum (magn
og gæði, sbr. 1.b), er verði grundvöllur áætlunar um fóörun
vetrarlangt;
b) með skráningu fóöurnotkunar og könnun fóöurnýtingar
gripanna á búinu meö reglulegu millibili;
c) með hefðbundnum upplýsingum um afurðir búfjárins
(búfjárskýrsluhaldið).