Ráðunautafundur - 15.02.1991, Síða 127
-119-
Fundir
Fundir hafa verið haldnir með ábyrgðarmönnun búnaðarsambandanna þrisvar á árinu
1990. Á ráðunautafundi í febrúar var kynning á fyrstu útgáfu. 18. maí var útgáfa 0.52
kynnt og verklegar æfingar. Einnig þá fengu sum búnaðarsamböndin tölvur 386 SX,
en leitað var tilboða. Fundur var 26. nóv. og þá var útgáfa 0.7 kynnt. Einnig þá var
rætt um framhald á þessu verki og leitað eftir ábendingum. Flest búnaðarsambönd
hafa sent inn ábendingar um þau atriði, sem betur mættu fara og það er mjög
mikilvægt.
Þróun viÖ umskrift
Útgáfa 0.9, sem afhent verður í byrjun mars, mun hafa að geyma núverandi skipulag
eins og skráning á færslum, fyrirspurnir á skjá, afstemmingar-, hreyfingar-, dagbókar-
og fleirri listar á skjá eða prentara. Rekstrar- og efnahagsreikningur er nú þegar
nokkuð fullkominn, þar sem velja má um samandregið yfirlit eða sundurliðað eftir
bókhaldslyklum. Einnig má velja um sundurliðun eftir mánuðum, ársfjórðungum eða
árið í heild sinni og reyndar eru fleirri möguleikar fyrir hendi. Fyrningarskýrsla er
með hefðbundnu sniði og sjálfvirk tenging við efnahags- og rekstrarreikning. Landbún-
aðarskýrslan er í smíðum og verður á átta síðum eins og eyðublöð segja til um.
Reynt er að líkja eftir núverandi eyðublöðum og þau birtast á skjánum í svipaðri
mynd. Þar verða skráð þau atriði, sem snerta framtalið fyrst og fremst. Bústofn,
fasteignamat, reiknuð laun, skipting á kostnaði við bfla og fleirri atriði verða skráð á
beint á þessi eyðublöð eftir þörfum hvers og eins. Einnig verður hægt að gera hús-
byggingarskýrslu og aðstöðugjaldsframtal. Þessum áfanga verður að vera lokið fyrir
24. mars.
HVAÐ ER ÞÁ FRAMUNDAN ?
Hugbúnaður sem tengist bókhaldi getur verið af mörgum toga. Áhugaverð svið eru
einkum áætlanagerð. Á því sviði má nefna fjárhags-, áburðar-, fóður-, og vinnuáætlun.
Leiðbeiningar í búnaðarhagfræði eru mjög tengdar öðrum þáttum en fjárhagslegum.
Bókhald skýrir liðna atburði og auðveldar spá um framtíðina. Leiðbeiningar byggjast
hins vegar á því að skoða reksturinn og horfa til framtíðarinnar en þá vantar
hugbúnað til að auðvelda leiðbeiningar á þessu sviði. Hagkvæmur búrekstur byggist
meðal annars á því að ná sem hagkvæmastri samsetningu framleiðsluþáttanna, má þar
nefna áburðar-, kjarnfóður-, vélanotkun o.fl. Hvernig má tengja þá þætti sem eru
mest takmarkandi fyrir búið er sú spurning sem brennur á þeim er búrekstur stunda.