Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 135
-127-
sterkt úrvalið á að vera, hvernig á að meta eiginleika og einstaklinga í stofninum,
hversu mikið á að nota bestu einstaklingana o.s.frv. Til að vinna slíkt skipulag þarf að
hafa góða heildarmynd af þeim búfjárstofni sem unnið er með og á hvern hátt
möguiegt er að framkvæma mælingar á eiginleikum og úrval gripa. Hið sígilda
vandamál sem staðið er frammi fyrir er að finna jafnvægi á milli nákvæms mats á
gripum í erfðahópnum og möguleika á ströngu úrvah.
Fyrsta grein imi kynbótaskipulag, sem staðist hefur tímans tönn er grein
Dickerson og Hazel frá 1944 þar sem þeir leiða rök að því að ólíklegt sé að
afkvæmarannsóknir innan búa geti leitt til aukinnar erfðaframfarar vegna lengingar á
ættliðabili sem var samfara afkvæmarannsóknum. Robertson og Rendel sýndu hins
vegar fram á um 1950 hve mikinn ávinning megi hafa af afkvæmarannsóknum í stofni
þar sem sæðingar eru notaðar. í þeirri grein er unnið frá hinu hefðbundna formi fyrir
erfðaframför AG=//L-AF, þar sem AG er árleg erfðaframför, I eru
erfðayfirburðir valinna einstaklinga og L er ættliðabil en AF er árleg hnignun vegna
aukinnar skyldleikaræktar. Erfðayfirburðum og ættliðabili er deilt á þær fjórar leiðir
sem færar eru frá kynslóð til kynslóðar, þ.e. frá föður til sonar, föður til dóttm, móður
til sonar og móður til dóttur. Árið 1957 birtir Robertson síðan grein sína um kjörstærð
á afkvæmahópum í afkvæmarannsókn.
Á sjöunda áratugnum er farið að beita þessum fræðum við gerð kynbótaskipulags
fyrir nautgriparækt í einstökum löndum. Fyrst fetar þar slóðina Skjervold í Noregi, en
hans hugmyndir voru einnig teknar í notkun í Finnlandi, síðan kemm Lindhé í Svíþjóð
þar sem hann tekm einnig tillit til einstaklingsprófunar á nautkálfunum og laust eftir
1970 koma Danir með sitt kynbótaskipulag. Það kynbótaskipulag sem unnið hefm
verið eftir í nautgriparækt hér á landi er unnið eftir þessum sömu hugmyndum mn líkt
leyti. í þessum seinni rannsóknum var einnig jafnhliða farið að leggja mat á kostnað
við framkvæmd kynbótastarfsins og stefnt að því að hámarka árlegan hagnað af því
ræktunarstarfi sem muiið er.
Laust eftir 1970 koma síðan fram aðferðir sem lýsa á betri hátt en áðm flutningi
erfðavísa í stofninum frá kynslóð til kynslóðar. Það voru Edinborgarmennirnir Hill og
Hinks sem sýndu fram á ójafnvægi í erfðaflæði milli kynslóða eftir mismxmandi leiðum
þegar kynslóðir skmast. Þetta leiðir til þess að úrvalsyfirbmðir valinna einstaklinga
koma misfljótt fram í stofninum og í misjöfnum mæli, sérstaklega í fyrstu kynslóðum
kynbótasldpulagsins. Um líkt leyti komu fram hugmyndir um "discounted gene flow",
sem áðm eru nefndar, og byggja á sama grunni. Þessar aðferðir voru síðan notaðar við