Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 136
-128-
gerð á kynbótaskipulagi þar sem gengið er út frá því að kostnaður við framkvaemd
ræktunarstarfsins og framfarir vegna úrvals í stofninum verði til á mismunandi
tímapunktum. Rannsóknir Brascamp í Hollandi eru einar þær fyrstu sem sameina
þessa þætti. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að gefa yfirlit um þann mikla fjölda
verka sem síðan hefur birst á þessu sviði. Niðurstöður ráðast að sjálfsögðu mest af því
dæmi sem til skoðunar er hverju sinni og verða þær því enn síður dregnar saman í
heild.
Nokkur umræða hefur verið um hvaða mælikvarði sé bestur til að meta árangur
mismunandi kynbótaskipulags þegar tekið er tilliti til ávinnings og kostnaðar með þeim
aðferðum sem að framan eru greindar. Notaðir eru þrír mælikvarðar sem eru
heildarhagnaður (net returns), sem í reynd mun mest notaður, innri ávöxtun (internal
interest rate) og endurgreiðslutími (pay off period).
Heildarhagnaður er reiknaður sem munur á heildarkostnaði og heildarávinningi
af kynbótum eftir að hvort tveggja hefur verið fært til sama verðlags. Þá er ávinningur
og kostnaður reiknaður yfir ákveðið tímabil, sem menn gefa sér og ætlunin er að meta
og einnig þarf að ákvarða vaxtafót eða ávöxtunarkröfu, sem menn vilja ganga út frá á
tímabilinu. Þessi matsaðferð er mikið notuð og þykir henta vel þegar meta á árangur
af kostnaðarsömu kynbótaskipulagi sem ætlað er til langs tíma.
Innri ávöxtun er skilgreind sem sá vaxtafótur sem þarf til að jafna kostnað og
ávinning yfir ákveðið tímabil, þegar hvort tveggja er fært til núvirðis. Það
kynbótaskipulag sem gefur hæsta innri ávöxttm telst vera hagkvæmast. Þessi aðferð er
yfirleitt hagstæð skipulagi þar sem kostnaður er lítill.
Þriðji mælikvarðinn er endugreiðslutími en þá er vaxtafótur ákveðinn og
skipulagið metið út frá því hve fljótt kostnaður fæst endurgreiddur. Þessi aðferð er
yfirleitt einnig hliðholl því skipulagi sem hefur lítinn kostnað í för með sér.
Þá er einnig nokkuð rætt hvaða vaxtafót eigi að velja í slíkum útreikningum. C.
Smith hefur fjallað ítarlega um þetta og bent á þau ólíku sjónarmið sem þar eigi við
annars vegar fyrir sjálfstæð ræktunarfyrirtæki í samkeppni (t.d. hænsni og svín) og
hins vegar sameiginlegt ræktunarskipulag til langs tíma fyrir stóra erfðahópa
(mjólkurkýr, sauðfé). Fyrir hið síðarnefnda telur hann að eigi að nota lágan vaxtafót,
en fyrrnefndi hópurinn verði aftur á móti að gera kröfur til að fjármagnið skili fljótt
ávöxtun.
Árið 1971 sýndi Bichard fram á, að í mörgum greinum búfjárræktar, einkum þó
sauðfé og svínum, sé ræktunin lagskipt, þannig að framfarir berist þrep af þrepi og