Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 140
-132-
úrvalsstyrkur nokkuð minni en hefðbundin fræði um úrval, sem byggja á stórum
erfðahópi, gera ráð fyrir. Þetta er byggt á niðurstöðum James um stofnsmæðaráhrif
(founder effect) þegar úrval er hafið í mjög þröngum hópi, eins og mjög oft á sér stað
við innflutning gripa.
Á þessa þætti er minnt hér vegna þess að ætla má að allir komi þeir við sögu ef til
innflutnings á búfé kemur hér á landi á næstu árum. Hammond hefur sýnt fram á að
þessi áhrif nema hæglega um 20% minnkun á erfðabreytileika við þá stofnstærð sem
eðlilegt er að miða við í sambandi við flestan innflutning búfjár hingað til lands. Á það
má einnig benda að hluti af þessum áhrifum kemur fram t.d. við nautaval hér á landi í
dag og skapar miklar sveiflur á miUi árganga nauta.
Þegar rætt er um verndun erfðabreytileika og áhrif úrvals þá er rétt að nefna
kenningar Robertson run hámark erfðaframfarar til lengri tíma. Samkvæmt þeim
kenningum, sem verða að teljast vel prófaðar í tilraunum með tilraunadýr (mýs,
bananaflugur), þá er verulegur munur á hvaða úrvalsaðferð og úrvalsstyrkleiki skila
mestum framförum, til skemmri tíma annars vegar og lengri tíma hins vegar, einkum í
litlum erfðahópum.
Önnur kenning sem tengist tnnfjöllun inn minnkun erfðabreytileika er sú, að talið
er mun líklegra að neikvæð fylgni á milli lífsþróttar (fitness) og framleiðslueiginleika
verði fyrr vandamál við einhliða úrval í lokuðum stofni heldur en minnkun
erfðabreytileika. Þetta ræða ýmsir sem raunhæft vandamál í nautgripakynbótum og
dæmi um þetta eru þegar til staðar í alifuglarækt. Þetta er í raun það sama og hinar
nær 40 ára kenningar Lerner mn viðleitni til erfðajafnvægis (genetic homeostasis).
Örfáum orðum má víkja að þáttum sem geta viðhaldið eða aukið erfðabreytileika
í stofni. Löngu er þekkt að stökkbreytingar valda nýsköpim á erfðavísum. Ýmsar
niðurstöður með tilraunadýr benda til að ekki verði horft fram hjá því að
stökkbreytingar geti valdið auknum erfðabreytileika sem skapi aukna úrvalsmöguleika.
Hins vegar má segja að allar tilraunir til að skapa aukinn erfðabreytileika til að vinna
með í úrvali hjá búfé, t.d. með geislun, hafi engum árangri skilað. Mögulegt er talið að
stökklar (transposable elements), geti nýst sem uppspretta breytileika, en það eru
erfðaefnisbútar sem færa sig sjálfkrafa milli staða á litningum og valda þannig eins
konar stökkbreytingu þar sem þeir lenda. Stökklar eru þekktir í plöntum og
bananaflugum en tilvist þeirra hjá búfé hefur ekki enn verið sönnuð. Hér síðar verður
vildð að flutningi erfðavísa með aðferðum erfðaverkfræði.
Þá er ástæða til að nefna erfðir sem ekki tengjast erfðavísum. Nokkur umræða