Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 144
-136-
þar sem / er mat á kynbótagildi, /i2 er arfgengi eiginleikans sem valið er eftir, P er
mæling fyrir einstaklinginn og M er meðaltal hópsins sem valið er úr. Við upphaf
skipulegs ræktunarstarfs á fimmta og sjötta áratugnum stóðu menn víða frammi fyrir
dæmi sem var ekki stórum flóknara en þetta. Að vísu voru upplýsingar fyrir einstaka
gripi oft mismiklar og þurfti því að finna vægistuðla til að vega frávikin í samræmi við
það. í nautgriparæktinni varð notkun sæðinga á þessum tíma almenn og jafnframt
þróuðust aðferðir við dreifðar afkvæmarannsóknir á nautum, sem framkvæmdar voru
á mörgum búum samtímis. Þar þróuðu Robertson og Rendel laust eftir 1950 aðferð
byggða á samtíma samanburði (contemporary comparison), sem í grundvallaratriðum
varð ríkjandi aöferð við afkvæmarannsóknir á nautum fram til um 1970. Aðferð þessi
byggir á að dætur nautsins séu bornar saman við tilviljunarkennt úrtak úr stofninum á
hveiju búi og frávikum þeirra er safnað saman með því að vega þau í hlutfalli við
nákvæmni samanburðarins á hverju búi og síðan er leiðrétt fyrir takmörkuðum fjölda
dætra með aðhvarfi að stofnmeðaltali.
Á þessum árum leituðu menn eftir ýmsum endurbótum á þessirm matsaðferðum.
Farið var að taka tillit til upplýsinga um skylda gripi ásamt einstaklingsupplýsingunum í
einkunnum fyrir kýr. Ýmsir annmarkar í þessu mati voru samt fyllilega ljósir. f
gögnunum var oft inn að ræða úrval, einkum þegar notaðar voru afurðaupplýsingar
fyrir fullorðnar kýr, samtenging sumra umhverfisþátta og erfðaþátta var þannig í
gögnum að líklegt var að það gæti skapað skeklq'u, í gögmmum voru miklar
upplýsingar um skylda gripi sem ekki voru nýttar o.fL. Strangt úrval leiddi hins vegar
til þess að ein meginforsenda aðferðarinnar brast að meira eða minna leyti, þ.e. að
ekki var lengur hægt að gera ráð fyrir að við værum að bera gripi saman við
tilviljunarkennt úrtak gripa úr stofninum sem meðaltal væri þekkt fyrir.
C. R. Henderson við Cornell hafði allt frá 1949 unnið að því að þróa nákvæmari
aðferðir við kynbótamat sem byggðu á raunhæfari forsendum en eldri aðferðir og
leystu sum af þeim vandamálum sem að framan eru nefnd. Árið 1973 birti hann grein
þar sem hann gerði grein fyrir þróun BLUP aðferðarinnar (sem útleggst, besta
línulega óskekkta spá) við kynbótamat og má segja að í kjölfar hennar hafi fylgt mjög
hröð þróun í sífellt fjölbreyttari notkun þessarar aðferðar sem ekki sér enn fyrir
endann á.
Til að gera ögn grein fyrir hvað BLUP er þá er rétt að skrifa fyrst líkan sem lýsir
þeim gögnum sem unnið er með. Líkan sem oft er notað, t.d. við afkvæmarannsóknir
nauta, er eftirfarandi: