Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 173
-165-
vegna kynbóta fyrir hver 100.000 tonn sem framleidd eru, eða sem samsvarar 3,3 kr.
per kíló framleitt. Auk þess telja Norðmenn að þeirra kynbætti efniviður vaxi 30%
hraðar en villtur lax5). í dag eru starfræktar tvær kynbótastöðvar í Noregi, önnur
sem tilraunastöð á Sunndalsöra í eigu ríkisins og hin á Kyrkjesæteröra í eigu
landssambands eldismanna. Um 70% af allri hrognasölu í Noregi er efniviður undan
kynbættum laxi frá þessum stöðvum5).
ÁRANGUR í KYNBÓTUM Á ELDISBLEIKJU í SVÍÞJÓÐ
Svíar hafa langa reynslu af bleikjueldi auk þess sem Svíar eru mestu
bleikjuframleiðendur í Evrópu.
í Svíþjóð er starfrækt kynbótastöð fyrir eldisbleikju á Kjálarna í Norður-Svíþjóð.
Starfsemi þessarar kynbótastöðvar tengist Landbúnaðarháskólanum í Umeá. Þar eru
nýhafnar kynbætur á bleikju að loknum rannsóknum á lífsferli og erfðaþáttum
tengdum bleikjueldi.
Helstu niðurstöður9) eru þær að arfgengi fyrir þyngd metið út frá aðhvarfi
afkvæmis að meðalþyngd foreldra var 0,31 fyrir þyngd eftir tvö ár í eldi og 0,49 fyrir
bleikju eftir þijú ár í eldi. Niðurstöður sýna að við kynbætur á bleikju skiptir máli
hvenær valið er sökum þess að arfgengi mælist hærra eftir því sem aldur er meiri og
kanna verður nánar möguleika á að breyta kynþroskaaldri með kynbótum.
í dag eru aldar 100 fjölskyldur af bleikju á ári í Svíþjóð og beinast rannsóknir og
kynbætur einkum af því að auka vaxtarhraða, stjóma kynþroskaaldri, sjúkdómsviðnámi,
hrognastærð og holdlit.
STAÐA KYNBÓTA LAXFISKA Á ÍSLANDI
Hafbeit
Arið 1987 hófst samnorrænt rannsóknarverkefni um kynbætur í hafbeit. Verkefnið er
styrkt af norrænu ráðherranefndinni og norræna iðnaðarsjóðnum auk íslenska ríkisins.
Innlendir samstarfsaðilar eru Veiðimálastofnun, Laxeldisstöð ríkisins, Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins, Silfurlax, Vogalax og Lárós og fleiri innlendar hafbeitar-
stöðvar. Verkefnisstjórn er í höndum norrænnar hafbeitarnefndar sem samanstendur
af aðilum frá öllum Norðurlöndunum undir forsæti Árna ísakssonar, veiðimálastjóra.
Nefndin hittist einu sinni á ári.
Markmið verkefnisins er að rannsaka hvort auka megi arðsemi í hafbeit með
kynbótum.
Verkefnið hófst 1987 með því að byggt var eldishús í Laxeldisstöð ríkisins í