Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 196
-188-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1991
Svínarækt
Pétur Sigtryggsson
Ranmóknastofnun landbúnaðarim
INNGANGUR
íslensk svín eru afkomendur ýmissa erlendra kynja sem flutt voru til landsins fyrir
miðja 20. öld og hafa verið ræktuð í landinu síðan.
Á árunum 1980-1983 var byrjað á víðtækum rannsóknum á íslenska svínastofliinum
ásamt skipulegu skýrsluhaldi í svínabúi Kristins Sveinssonar að Hamri Mosfellssveit.
Kristinn Sveinsson hefur stundað svínarækt í mörg ár og hefur sýnt mikinn áhuga og
ósérhlífni við að efla þessa búgrein og á hann þakkir skilið fyrir alla aðstoð við þessar
raimsóknir. Þetta eru fyrstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenska
svínastofninum, en fram að árinu 1980 voru mjög litlar og óábyggjandi upplýsingar
til um notagildi hans. Mjög litlar eða engar upplýsingar voru til fram að árinu 1980,
t.d. um frjósemi gyltna, vaxtarhraða og fæðingaþunga grísa, kjötgæði o.s.frv. Alger
forsenda fyrir því að hægt sé að ná einhverjum árangri í kynbótum og að íslenskir
svínabændur geti framleitt þá vöru sem neytendur óska eftir er að áreiðanlegar tölur
og vitneskja liggi fyrir um kosti og ókosti íslenska svínastofnsins. Einnig verður þessi
vitneskja að vera fyrir hendi, ef íslenskir svínabændur eiga að geta norfært sér reynslu
og þekkingu annarra þjóða í svínarækt.
Með tilkomu niðurstaða þessa rannsóknaverkefnis frá árunun 1980-1983 var fyrst
hægt að leggja mat á það hvernig íslenski svínastofninn var á þessum árum miðað við
svínastofna í nágrannalöndum. Sá samanburður sýndi að svínarækt á íslandi stóð
svínarækt á Norðurlöndum langt að baki. Vöxtur grísa var hægur, mun lengri tíma
tók að koma grísum upp í sláturstærð á íslandi heldur en á Norðurlöndum og
fitusöfnun íslensku grísanna var mun meiri (Pétur Sigtryggsson 1982, ,Ástand íslenska
svínastofnsins", Ráðunautafundur 1982, bls. 139-150; Pétur Sigtryggsson 1985,
„Niðurstöður úr skýrsluhaldi", Ráðunautafundur 1985, bls. 61-78). Með tilkomu
niðurstaða rannsóknaverkefnisins sem að ofan getur opnuðust augu svínaræktenda að
umbóta var þörf í íslenskri svínarækt til að koma til móts við kröfur neytenda um
fituminna svínakjöt á viðráðanlegu verði. Einnig var augljós þörf á víðtæku
skýrsluhaldi til að hægt væri að bæta íslenska svínastofninn annað hvort með ströngu