Ráðunautafundur - 15.02.1991, Síða 199
-191-
undantekninga ef fólk fær ekki gott svínakjöt. Hér áður fyrr, eða aðeins
fyrir um 5 árum, var það mjög tilviljanakennt hverning gæði svínakjöts voru.
Ég hefi heyrt fjölda manns halda því fram að nú væri íslenskt svínakjöt
mun betra heldur en það sem fengist erlendis."
Til samanburðar má tilfæra ummæli frá útlöndum. Fyrstu ummælin eru úr
bókinni .The Growing and Finishing Pig" (eftir Peter R. English og samstarfsmenn,
Farming Press, Ipswich, UK, 1988), bls. 70-73 og hljóða þannig í lauslegri þýðingu:
..Ýmislegt bendir til að eftir því sem svínstofnar eru kynbættir að meiri
og hraðari vöðvavexti hafi kjötgæðum farið aftur." (bls. 70).
,.Það hefur um alllangt skeið verið talið mikilvægt markmið í
svínakynbótum að auka vöðvahlutfall og vöðvavöxt. Kynbætur að þessu
marki hafa skilað miklum árangri. Þau gögn sem fyrir liggja sýna að fita
í svínaskrokkum hefur minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Nú eru
menn farnir að velta því fyrir sér hve langt eigi að ganga í þessa átt. Þeir
aðilar sem vinna svínakjöt og neytendur þess eru farnir að hafa áhyggjur
af vandamálum sem tengjast mjög mögru svínakjöti. Gallar sem taldir eru
tengjast mjög mögru kjöti eru meðal annars þeir að bakfitan verði mjúk og
slyttisleg, skrokkarnir stirðni ekki nógu vel eftir slátrun og erfiðara verði að
sfykkja þá og sneiða kjötið, bakfitulög flysjist hvert frá öðru og fita og
vöðvar í baki hangi illa hvert við annað, fitudreifingin sé óásjáleg, beikon
rýrni meira við verkun en áður, og matreitt svínakjöt sé ekki nógu mjúkt
og safaríkt en verði þurrt og bragðlaust." (bls. 71-72).
..Sú afturför í gæðum fitunnar sem um er rætt virðist því tengjast
mögrum svínum, hvort sem megurðin er eðlislæg eða hún stafar af fóðrun
eða fóðri. Því virðast vera sett ákveðin mörk hve langt má ganga í þá átt
að minnka bakfituna á svínunum með kynbótum. Vera má að nú þegar sé
komið að þessum mörkum í Bretlandi." (bls. 73).
Önnur tilvitnun um bragðgæði svínakjöts er frá Noregi (Torgeir Lund 1989, ,.Gris
í Norge mot ár 2000", Gris í ’90, Stavanger 3. og 4. november 1989) og hljóðar þannig
í lauslegri þýðingu:
-Stöðugt fjölgar þeim matreiðslufyrirtækjum og matfróðum áhugamönnum
um eldamennsku sem telja að gæði norska gríssins séu orðin þannig að
kjötið sé bragðlaust, seigt, magurt og þurrt, það sé leiðinlegt á litinn og úr
því renni vökvi við steikingu."
Þriðja tilvitnunin er grein í tímaritinu -Norden nord-norges landbrukstidskrift" (nr.
13, 1990, bls. 13). í þessari grein, „Gris fra Kanada til norsk avl", kemur fram að
Norðmenn gera sér vonir um að kjöt af norskum grísum verði safaríkara og fleiri
grísir fáist úr hverju goti með því að flytja úrvalssvín frá Kanada. Þannig hljóðar þessi
áðurnefnda grein í íslenskri þýðingu:
„Á þessu ári verða flutt inn úrvalssvín af kynjunum Duroc og Yorkshire
til Noregs. Landbúnaðarráðuneytið hefur veitt Svínaræktarfélagi Noregs