Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 201
-193-
Áðumefnd neytendakönnun frá árinu 1989 staðfestir þessa fullyrðingu. Flestum
svínbændum sem em með nákvæmt skýrsluhald og nota niðurstöður þess við val
lífdýra hefur tekist að koma til móts við kröfur neytenda um fitulítið og bragðgott
svínkjöt, þannig að það er æ algengara að heyra íslenska neytendur fullyrða að
íslenskt svínakjöt sé betra en það svínakjöt sem þeir hafa fengið erlendis. Rétt er að
benda á að íslenskir svínabændur gætu auðveldlega minnkað fitumagnið í svínakjöti
meira en nú hefur verið gert, en fara þarf varlega í þessu efnum. Varast ber að
íslensk svínarækt lendi í sama vanda og svínrækt í nágrannalöndunum, en þar er æ
algengara að neytendur og matreiðslumenn kvarti um að bragðgæði svínakjöts í
þessum löndum hafi hrakað mikið á síðari ámm vegna þess að sláturgrísir séu orðnir
of horaðir við slátmn. Aðallega er kvartað undan að svínakjöt í nágrannalöndum
okkar sé þurrara, seigara og bragðminna en áður, samanber tilvitnanir hér að framan.
Vaxtarhraði
Helsti ókostur íslenska svínastofnsins er of lítill vaxtarhraði miðað við vaxtarhraða
svínastofna í nágrannalöndum. Vaxtarhraði íslensku grísanna myndi ömgglega aukast
við innflutning á kynbótadýmm. Niðurstöður afkvæmarannsókna, sem gerðar vom á
árinu 1990, sýna að mikill munur er á kynbótagildi íslenskra galta og gylta og
tiltölulega auðvelt er að auka vaxtarhraða og minnka fitusöfnun íslenskra grísa með
víðtækum afkvæmarannsóknum, þannig að vaxtarhraði og fitusöfnun íslenskra
sláturgrísa yrði nokkurn veginn sambærilegur vaxtarhraða og fitusöfnun sláturgrísa frá
venjulegum svínabúum erlendis. Þetta er einungis hægt að gera með víðtækum
afkvæmarannsóknum, auknu skýrsluhaldi og ströngu vali á h'fdýmm. Einnig er rétt
að benda á að ef víðtækar afkvæmarannsóknir verða framkvæmdar, til þess meðal
annars að auka vaxtarhraða íslensku grísanna, taka íslenskir svínabændur litla áhættu
á að bragðgæði íslensks svínakjöts breytist til hins verra. Sama má segja um fótagerð
og endingu gylta og þá áhættu að áður óþekktir svínasjúkdómar berist til landsins.
Arfgengi vaxtarhraða í erlendum rannsóknum er talsvert lægra en arfgengi
fitumagnsins, eða um 0,35, svo reikna má með að það taki lengri tíma með ströngu
úrvali lífdýra að auka vaxtarhraða en að minnka fitumagnið. Að sjálfsögðu verðu að
varast að aukning í vaxtarhraða orsaki ekki meiri fitusöfnun hjá sláturgrísum en nú
er. Ástæða er að minna á að þegar talað er um vaxtarhraða grísa erlendis er miðað
við vaxtarhraða grísa frá ca. 25 kg þyngd upp í 90-100 kg sláturþyngd. í þeim
rannsóknum sem hafa verið gerðar á íslenska svínastofninum er miðað við vaxtarhraða
frá fæðingu til slátrunar þar sem ógerlegt hefur reynst að fylgjast með þyngd einstakra