Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 208
-200-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1991
Sauðfjárkynbætur, markmið, viðhorf og Ieiðir
Sigurgeir Þorgeirsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélagi íslands
og
Stefán Sch. Thorsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Vandi íslenskra sauðfjárbænda er fyrst og fremst markaðsvandi. Annars vegar sá mikli
samdráttur, sem orðið hefur í sölu kindakjöts hér innanlands, og hins vegar æ
óaðgengilegri kjör á erlendum mörkuðum.
Fullvirðisréttur til kindakjötsframleiðslu er nú í heild um 12.100 tonn, framleiðsla
síðasta árs var u.þ.b. 9.400 tonn, en ætla má, að ársneysla íslendinga á kindakjöti sé
nú 8.000 tonn. Kjöt er meginuppistaðan í íslenskri sauðfjárframleiðslu og skilar nú
87% af tekjum grundvallarbúsins. Framtíð sauðfjárræktar hér á landi stendur því og
fellur augljóslega með því, hvernig tekst að viðhalda eða auka á ný neyslu íslendinga
á kindakjöti, auk þess sem okkur ber skylda til að hafa sívakandi auga með hverjum
þeim möguleika, sem opnast kann til útflutnings á arðbærum kjörum. Jafnframt ber
að nýta til fullnustu og auka sem mest verðmæti annarra sauðfjárafurða, þ.e. ullar,
skinna og innmatar.
íslendingar búa nú við meiri fjölbreytni í matvælum en nokkru sinni fyrr.
Kindakjöt er í harðri samkeppni við aðrar matvörur, og verðþróun undanfarinna ára
hefur verið öðrum kjöttegundum hagstæðari. í þessu felst örugglega stærri hluti
neyslusamdráttarins sem orðinn er.
Ennfremur verður ekki fram hjá því horft, að í almennri umræðu og hjá
söluaðilum ber nokkuð á kvörtunum um of feitt dilkakjöt, og telja margir, að það eigi
sinn þátt í sölutregðunni.
Sú sókn, sem sauðfjárbændum er nú lífsnauðsynleg verður að miðast við:
a) að ná fram verðlækkun á öllum stigum framleiðslu, úrvinnslu og sölu,
b) að tryggja sem best og jöfnust gæði kjötsins,
c) að stunda markvissa og fjölbreytta markaðsstarfsemi.
Kynbætur valda ekki straumhvörfum á stuttum tíma, og bráðavanda verður að
leysa eftir öðrum leiðum, en til langs tíma eru öflugar kynbætur forsenda arðbærs