Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 214
-206-
Af þessu má svo leiða, hvað tiltekin meðalfrávik í hverjum þessara eiginleika vega
mikið í lambaeinkunn hrútsins. Það er sýnt í 2. töflu með tveimur dæmum, þar sem
reiknaður fjöldi afkvæma er annars vegar 20 en hins vegar 100, en áhrif af fjölda
þar umfram eru hverfandi.
2. tafla. Frávik einstakra þátta umreiknuð í stöðluð frávik í lambaeinkunn hrúta.
Fjöldi afkvæma 20 100
Fallþungi - 1,0 kg 7,2 11,8
Kjötprósenta - 1%-stig 1,0 1,7
Flokkun - 10 stig 0,6 1,3
Litblær - 1 stig 0,9 1,5
Til þess að unnt sé að reikna meðalvægi hvers þáttar fyrir sig í einkunninni, þarf
breytileiki þeirra að vera þekktur. Ábyggilegt mat á honum liggur ekki fyrir um
flokkunina og litblæinn.
Fallþungi hefur fjór-sexfalt vægi í einkunninni á móti kjötprósentu, að því
tilskyldu, að upplýsingar séu um báða eiginleika á jafnmörgum lömbum. Sú er aldrei
raunin vegna ásetnings og takmarkaðrar vigtunar á fæti, þannig að nær mun láta að
vægi fallþungans sé sjö-áttfalt að jafnaði. Beytileiki flokkunar og litblæs er mjög
misjafn eftir búum. Þannig má taka sem dæmi bú, þar sem flestöll lömb fæðast
hreinhvít og flokkast flestöll í DI-A. f slíku tilfelli hafa þessir eiginleikar næstum
ekkert vægi í lambaeinkunn hrúta.
Eins og síðar verður komið að, er kjötmatið hér á landi þannig uppbyggt, að
ekki er rétt að gefa því þungt vægi í kynbótaeinkunn. T.d. má benda á, að þar sem
fallþungi lamba er lítill, stafar breytileikinn fyrst og fremst af mismunandi hlutföllum
í úrval, DI-A, DII og DIII. Þar sem vænleiki er mikill, er hins vegar aðallega um að
ræða flokkun í DI-A, DI-B og DI-C. í fyrra tilvikinu er því fyrst og fremst verið að
dæma vaxtarlag og vöðvafyllingu, en í hinu síðara snýst málið um eiginleika til
fitusöfnunar. Þetta getur einnig átt við um eitt og sama búið í vondu og góðu árferði.
Loks skal á það minnt, að því aðeins fá kjötprósenta, flokkun og litblær eitthvert
vægi í lambaeinkunn, að sláturlömb séu vegin á fæti og þessi atriði séu skráð í
fjárbók.
Dcetraeinkunn. Einkunn hrúts fyrir dætur er byggð á tveimur þáttum, frjósemi
dætranna og fallþunga lamba þeirra.