Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 215
-207-
Einkunn = 100 + Tb^X, +
þar sem:
X, = meðalfrávik fallþunga allra lamba undan dætrum hrútsins.
X2 = meðaltal frávika í fjrósemi dætranna, sem er metin í fjölda lamba eftir 100 ær.
Föstu stærðirnar (b|) eru hér 19 fyrir fallþungann og 33 fyrir frjósemi, sem byggist
á arfgengi 0,2 og 0,12 á þessum eiginleikum.
Hvað frjósemi varðar, eru tvævetlur og þrevetlur bornar saman innbyrðis, hvor
árgangur fyrir sig, en öllum eldri ám slegið saman. Er það ekki talið valda alvarlegri
skekkju. Frjósemi veturgömlu ánna er reiknuð með, þannig að tekinn er lambafjöldi
þeirra sem bera, en fyrir gelda gemlinga, sem áttu að fá, er frjósemin talin 0,5 lömb.
Það er sterk vísbending um eðlislæga frjósemi, ef gimbrar verða tvflembdar, en hitt
er óljóst hvort það að þær festi fang segi nokkuð til um frjósemi síðar.
3. tafla. Frávik í fallþunga og frjósemi umreiknuð í stöðluð frávik í dætraeinkunn hrúta.
Fjöldi afurðaára 10 20 100
Fallþungi - 1,0 kg 2,4 3,6 5,9
Frjósemi - 10 lömb 2,3 3,8 7,5
í 3. töflu er sýnt hvað tiltekin frávik í frjósemi dætranna og fallþunga lamba
þeirra vega í dætraeinkunn. Ljóst er, að eftir því sem dætrahóparnir stækka, því meir
vegur fijósemin. Miðað við meðalbreytileika þessara eiginleika í íslenska
fjárstofninum, má ætla að fijósemin vegi að jafnaði u.þ.b. þrefalt á móti fallþunga í
dætraeinkunn hrúta, þegar fjöldi afurðaára er farinn að ná nokkrum tugum.
Þróun uppgjörsaðferða
Stöðugt er verið að þróa og endurbæta aðferiðir við útreikninga á kynbótagildi búfjár
í heiminum. Sú aðferð, sem þróuðust þykir nú og ryður sér hvað mest til rúms, er
nefnd BLUP, þ.e. ..best linear unbiased prediction", sem útleggja má sem „besta
línulega óbjagaða mat" og skammstafa „BLÓM". Þessa aðferð hafa Svíar m.a. tekið
upp í sínum fjárræktarfélögum, og Norðmenn eru að því. Gerð er grein fyrir BLUP-
kerfinu í erindi Jóns V. Jónmundssonar og Emmu Eyþórsdóttur hér á undan.
BLUP á að gefa nákvæmara mat á kynbótagildi einstakra gripa á hverju búi,
vegna þess að það vegur saman upplýsingar um gripinn sjálfan og ættingja hans og
getur jafnframt eytt vissum skekkjum, sem vitað er að eru til staðar í leiðréttingakerfi