Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 216
-208-
okkar nú. Auk þess býður BLUP upp á samanburð á kynbótagildi gripa í mismunandi
hjörðum, þar sem nægileg ætternistengsl eru til staðar. Hér eru skilyrði til þessa betri
en víðast annars staðar, vegna þess hve sæðingar eru hér almennar, en þær skapa hin
nauðsynlegu erfðatengsl milli búa um allt land. Þær samanburðarupplýsingar, sem
þannig fengjust, væru sérstaklega gagnlegar við val á hrútum til sæðingarstöðvanna.
BLUP-kerfið krefst geysilegs tölvurýmis, og uppsetning þess er flókin og dýr.
Því verður einhver bið á, að það verði tekið hér upp fyrir sauðfjárræktina, en sjálfsagt
er að fylgjast með þessari þróun og vera vakandi fyrir nýjum möguleikum.
KJÖTEIGINLEIKAR
Viðhorf og markmið
Frá því á 4. áratug aldarinnar hefur verið rekin markviss kynbótastefna fyrir bættu
vaxtarlagi íslenska fjárins. Markmiðið var að bæta holdsöfnunareiginleika og kjötgæði
(22). í framhaldi af rannsóknarniðurstöðum Halldórs Pálssonar í Cambridge var lögð
þung áhersla á að stytta og létta beinin og auka um leið allan þykktarvöxt holdsins.
Á þessum árum var hins vegar ekki reynt að greina á milli vöðva- og fitusöfnunar
enda kröfur markaðarins aðrar þá en nú. Til fróðleiks má geta þess, að allt fram yfir
seinni heimssfyrjöld var mör á hærra verði en kjöt og stundum á allt að þreföldu
kjötverði.
Á síðari árum hafa viðhorf breyst þannig, að æ fleiri neytendur vilja fituminna
kjöt. Kynbótastefnan hefur þegar verið aðlöguð að þessum kröfum, og nú beinist
úrvalið að því að auka sem mest vöðvasöfnun og vöðvaþykkt en draga úr fitusöfnun.
Reglur um dilkakjötsmat hafa verið hertar á undanfömum ámm til þess að
bregðast við breyttum óskum markaðarins. Sú breyting var helst, að tekin var upp ný
mæling, fituþykkt á næstaftasta rifi, 11 cm frá miðjum hrygg, sem fitumatið byggist
síðan nær alfarið á. Fjöldi vaxtarlagsflokka er sá sami og áður, en stjörnuflokkurinn
heitir nú Dl-úrval og em vaxtarlagskröfur í hann vægari en í stjörnuflokkinn áður.
Mörk fituþykktar fyrir hvern flokk em sem hér segir:
Dl-úrval: ^ 9 mm
DI-A: < 11 mm
DI-B: 12-14 mm
DI-C: > 14 mm
Enginn vafi leikur á því, að með því að taka upp ofangreinda mælingu á fituþykkt
hefur tekist að samræma mun betur en áður var kjötmat á mismunandi sláturstöðum.
Mælingin er tiltölulega einföld og nákvæm hjá þjálfuðum mönnum og hefur hæst