Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 220
-212-
T Lengd langleggjar
F Klofdýpt
G •' Vldd um augnkarla
Th; Dýpt brjóstkassa
V : Vldd brjóstkassa
A •' Breidd bakvöóva
B : Þykkt bakvöðva
C : Bakfita
J : Slðufita
1. mynd. Skrokkmál í afkvæmarannsókmun. Þverskurðarmálin tekin milli 12. og 13. rifs.
Afkvæmarannsóknir á hrútum með ítarlegum kjötmælingum hófust á Hesti 1957
og hafa verið framkvæmdar árlega síðan. Tilgangur þessara rannsókna er annars
vegar að treysta úrval fyrir auknum kjötgæðum og hins vegar að safna gögnum um
arfgeng tengsl hinna ýmsu skrokkeiginleika og meta þær breytingar, sem fram koma
við slíkt úrval. Árið 1980 voru gerð upp gögn úr afkvæmarannsóknum frá árunum
1958-1977 og reiknaðir erfðastuðlar fyrir kjötgæðaeiginleika. Þeir stuðlar hafa áður
birst í hérlendum og erlendum ritum (2, 25). Arfgengi er hæst á útvortismálum, sem
lýsa lengd og dýpt skrokksins (0,6-0,8) en nokkru lægra á þykktarmálum og stigagjöf
(0,4-0,6). Á þverskurðarmálum vöðva- og fituþykktar er reiknað arfgengi á bilinu 0,2-
0,4.
Hvað varðar innbyrðis erfðatengsl hinna ýmsu eiginleika, er almenna reglan sú,
að aukinni beinalengd fylgja þynnri hold og þyngri bein. Þannig er t.d. neikvæð
erfðafylgni milli beinalengdar og þykktar bakvöðva (-0,6) og þverskurðarflatarmáls
(AxB) sama vöðva (-0,4), en jafnframt við fituþykkt á síðu (-0,4 til 0,7). Aftur á móti
eru engin marktæk tengsl milli beinalengdar og fituþykktar yfir bakvöðvanum, né
heldur milli vöðvaþykktar og fituþykktar.