Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 222
-214-
eðlilegt í ljósi lægra arfgengis á þessum eiginleikum. Bakvöðvinn hefur greinilega
aukist, einkum eftir 1970. Þverskurðarflatarmál hans (AxB) mælist nú síðustu 5 ár
2,3 cm2 (21%) stærra en fyrstu 5 árin. Samtímis hefur þróun í fituþykkt á síðu verið
upp á við, og mælist hún nú síðustu 5 árin 0,8 mm (14%) þykkari en fyrstu 5 árin.
Þessi aukning varð fyrst og fremst á tímabilinu fram undir 1980 og er eðlileg afleiðing
af því úrvali, sem þá var stundað. Enn er ekki nægilega langur tími liðinn síðan farið
var að velja gegn fituþykktinni, til þess að fá öruggt mat á þróuninni, vegna þess hve
árasveiflur eru stórar.
Eins og skýrt var frá á ráðunautafundi 1988, kom fram við s.k. höfuðþátta-
greiningu (principal components) á afkvæmarannsóknagögnum frá Hesti (26), að greina
mætti féð í fleiri arfgerðir m.t.t. vefjasamsetningar. Ein sú gerð sameinar þá kosti,
sem nú er sóst eftir, þ.e. þykka vöðvabyggingu með tiltölulega þunnu fitulagi.
Veruleikinn styður þessa tölfræðilegu niðurstöðu, með því að öðru hvoru koma fram
hrútar, sem skera sig úr að þessu leyti.
Sterkasta dæmið úr nánustu fortíð er hrúturinn Strammi 83-833 frá Hesti, sem
skaraði þar fram úr í afkvæmarrannsókn 1984 hvað varðaði vaxtarlag, vöðvaþykkt og
litla fitu. Hann hefur síðar haft víðtæk áhrif gegnum sæðingar og sannað gildi sitt.
Alls hafa verið afkvæmaprófaðir á Hesti 8 synir Stramma, 12 sonarsynir, einn
dóttursonur og einn sonarsonarsonur. Strax kom fram, að þessir hrútar skiptust
nokkuð í tvennt hvað varðar fitusöfnun og vöðvaþykkt. Til þess að meta kosti þeirra
nánar höfum við notað hlutfallið AxB/J, þ.e. þverskurðarflöt bakvöðva og síðufitu við
sama fallþunga. Allir synir Stramma voru betri en meðaltal hvað þennan eiginleika
varðar, en þrír þeirra hafa skorið sig úr. Aðrir þrír afkomendur virðast falla í þennan
flokk, tveir þeirra undan sama Strammasyninum en einn dóttursonur hans. Hinir
afkomendurnir í annan lið hafa ekki sýnt neina yfirburði.
Fram hefur komið getgáta um að hér sé um að ræða einfaldar Mendelískar erfðir
og stórvirkan erfðavísi. Erfitt er að fá úr þessu skorið og þau gögn sem til eru nú,
leyfa okkur ekki að draga sterkar ályktanir. í 4. og 5. mynd er sýnd tíðnidreifíng
AxB og J-máls, annars vegar fyrir Stramma og þá niðja hans, sem við höfum flokkað
sem „+"-hrúta, og hins vegar fyrir alla aðra hrúta, sem afkvæmaprófaðir voru á
árunum 1982-1990, þar með talda aðra Strammasyni, enda féllu afkvæmi þeirra að
sömu dreifingu. Mismunur á meðaltölum nemur 1,8 cm2 á bakvöðva, þ.e. 1,1 staðal-
fráviki, en á síðufitu er munurinn 1,3 mm eða 0,65 staðalfrávik. Það sem e.t.v. styður
ofangreinda getgátu er, að hlutfallið AxB/J sýnir mun meiri breytileika (34% hærra
staðalfrávik) í Strammaættinni en hjá öðrum hrútum.