Ráðunautafundur - 15.02.1991, Blaðsíða 224
-216-
Afkvœmarannsóknir B.í. Búnaðarfélag íslands býður bændum í fjárræktarfélögum
árlega þátttöku í afkvæmarannsóknum á hrútum með tilliti til vaxtar og kjöteiginleika.
Fram til 1989 voru þátttakendur styrktir með framlögum, en þau hafa nú verið felld
niður. Þátttaka í þessu starfi hefur verið tiltölulega lítil, árlega prófaðir 100-150
hrútar, en þó gætir nú vaxandi áhuga. Sveinn Hallgrímsson lýsti fyrirkomulagi
rannsóknanna í Handbók bænda 1980 (27), en nokkrar veigamiklar breytingar hafa
síðan orðið á því, einkum nú s.l. haust.
Til þess að geta tekið þátt í afkvæmarannsóknum, þurfa menn að fylgja eftir-
farandi vinnureglum:
1) Hafa vandað fjárbókhald.
2) Prófa a.m.k. 4-5 hrúta.
3) Halda 20-25 ám undir hvem hrút.
4) Para hlutlaust hrúta og ær.
5) Tryggja samstæða meðferð ánna í öllum hópum.
6) Senda fjárbók til skráningar strax að loknum sauðburði.
7) Hafa samráð við viðkomandi héraðsráðunaut eða sauðfjárræktarráðunaut B.í.
um val á sláturdegi fyrir 20. ágúst.
8) Vigta öll lömb í afkvæmarannsókn á fæti á sama tíma og eftir sömu meðferð
að hausti.
9) Slátra sama dag öllum tvflembingshrútunum.
Þessar reglur skýra sig að mestu sjálfar. Hvað pönm viðkemur eru tveir mögu-
leikar. Annað hvort er tilviljun ein látin ráða, þannig að fyrstu á sem gengur er
haldið undir hrút 1 og svo koll af kolli. Þannig er best tryggt að meðalaldur lamba
í hverjum hóp verði jafn. Hin aðferðin er að skipta ánum fyrirfram í hópa og þá
þannig að jafnmargar ær séu úr hverjum árgangi í hverjum hóp, en séu þeir sem
jafnastir með tilliti til afurðastigs og frjósemi. Mælt er með þessari aðferð. Við val
ánna skal sneitt hjá tvævetlum, ef þess er kostur. Mikilvægt er, að hópunum sé aldrei
mismunað á einn eða annan hátt, t.d. verða öll lömbin að fá sömu haustmeðferð fram
að vigtun og tvflembingshrútar fram að slátrun. Ekki er amast við því að einn til
tveir tvflembingshrútar úr hverjum hóp séu valdir til ásetnings.
í sláturhúsi eru skráðar upplýsingar um fallþunga og flokkun, en auk þess mæld
lengd langleggjar (T), klofdýpt (F), fituþykkt á síðu og gefin stig á skalanum 1-5 fyrir
læri og frampart.
Grundvelli einkunnarútreiknings var breytt s.l. haust, þannig að nú eru
einkunnirnar tvær, önnur fyrir fallþunga en hin fyrir kjöteiginleika.
Fallþungi annarra lamba en tvflembingshrúta er reiknaður út frá þunga á fæti
miðað við kjöthlutfall tvílembingshrúta í hverjum afkvæmahópi, en við það er bætt