Ráðunautafundur - 15.02.1991, Síða 231
-223-
síðar á ævinni (37). Hægt er með allgóðu öryggi að gefa einkunnir fyrir ullarmagn
og grófleika togs á haustlömbum. Fylgni þeirra einkunna við beinar mælingar á sömu
eiginleikum er all góð, þannig að nota má einkunnagjöfina við val á kynbótafé (2).
Arfgengi eiginleikanna er nægilegt til að ná framförum, ekki síst ef saman fara
einstaklings- og ættemisúrval. Margir bændur hafa þegar náð því markmiði að
framleiða um eða yfir 3 kg af ull eftir vetrarfóðraða kind. Hvað viðkemur úrvali
fyrir auknum ullarþunga, verður þó að hafa í huga, að milli ullarmagns og grófleika
er jákvæð erfðafylgni, og því mun stíft úrval fyrir þungu reifi leiða til lakari gæða, ef
ekki er samtímis valið gegn grófleikanum.
Helstu kostir íslenskra gæra til klæðagerðar eru hversu léttar þær eru og mjúkar.
Leðrið er þunnt og ullin gisin en samt hlý (38). Eðlisgallar á gærunum eru tvenns
konar, annars vegar ullargallar, þeir sömu og áður voru raktir, en hins vegar skinn-
gallar. Langsamlega alvarlegasti gallinn er tvískiimungur, sem jafnframt er háarfgengur
(h2 = 0,7). Vandinn við að útrýma honum er sá, að hann kemur ekki í Ijós fyrr en
á síðustu stigum verkunar, og því eru afkvæmarannsóknir í þessu tilliti bæði dýrar og
seinlegar, þótt reyndar hafi verið. Þá er tvískinnungur erfðalega neikvætt tengdur
skinnþyngd, þannig að hann er algengari í þunnum og léttum skinnum, sem að öðru
leyti eru eftirsóttasta hráefnið. Hér er brýnasta viðfangsefnið að leita einfaldrar
aðferðar til að segja fyrir um væntanlegan tvískinnung á lifandi lömbum eða á
óverkuðum gærum.
Nokkrar rannsóknir hafa farið fram á pelsgæðum íslenskra lamba (34, 36), og
ræktun á gráu feldfé er stunduð í smáum stíl af nokkrum bændum. Ljóst er, að sú
ræktun á langt í land með að ná þeim gæðum sem að er stefnt og best þekkjast, t.d.
í Gotlandsfé. Þá er einnig að sumu leyti um að ræða andstæð markmið við ullar-
framleiðslu og því vafasamt, að þessi ræktun muni reynast arðbær. Eigi að fá úr því
skorið, verður að koma henni á fastari rannsóknagrundvöll og skilgreina betur en
gert hefur verið.
Fyrstu samanburðarrannsóknir á afurðahæfni alhvítra og gulra áa gáfu vissar
vísbendingar um, að gula féð hefði betur (39, 40). Hins vegar er líklegt, að þetta hafi
stafað af ströngu litarúrali í hvíta fénu, þannig að það hafi verið minna valið með
tilliti til annarra eiginleika. Telja má víst, að sameina megi í íslenska fjárstofninum
æskilegustu eiginleika til bæði ullar- og kjötframleiðslu, og að því ber að stefna.