Ráðunautafundur - 15.02.1991, Page 250
-242-
notað og þá um leið að ekki sé valið fyrir kerfisbundnum umhverfisþáttum módelsins
(þættir sem leiðrétt er fyrir), upplýsingar séu til staðar um öll hross sem eru með í
kynbótastarfinu, samleggjandi áhrif erfðavísa eiginleikanna fylgi normaldreifingu og
æskilegt er að mælingar svipfars geri það einnig og breyti- og sambreytileiki erfða og
umhverfisáhrifa sé þekktur hlutfallslega (Klemetsdal 1990). Einnig mætti taka fram
til frekari áréttingar að BLUP-aðferðin þegar einstaklingsmódel er notað tekur tillit
til allra upplýsinga sem liggja fyrir um ætterni gripa, fjölda afkvæma þeirra, metin
erfðaleg áhrif hins foreldris afkvæma, aldur o.sv. frv., þess vegna má bera kynbótamat
allra gripa erfðahópsins saman.
Kynbótamat Búnaðarfélags íslands fyrir undaneldishross er gert fyrir þá 10 eigin-
leika sem eru í 3. töflu auk aðaleinkunnar (multi trait). Leiðrétt er fyrir þremur
kerfisbundnum umhverfisþáttum, sýningarári, aldri hrossanna og kynferði. Áhrif
þessara þátta eru reiknuð út sem BLUE (Best Linear Unbiased Estimate) um leið og
kynbótamatið (BLUP). Ahrif sýningarárs í þessu sambandi eru mjög greinileg. í þeim
niðurstöðum kynbótamatsins sem birtust í Hrossaræktinni 1990 voru t.d. áhrif ársins
1962 7,993 en 1988 7,429. í sama útreikningi fékk 4 vetra stóðhestur t.d. 0,31 í leið-
réttingu á skeiði, BLUE áhrif aldurs og kynferðis á skeið var þannig -0,31 í því tilfelli.
Gögnin sem útreikningarnir byggjast á eru geymd í tölubanka sem heitir ISHEST.
Hann inniheldur nú dóma og ætternistengingar á 11657 hrossum, ekki eru allir
dómarnir í gagnabankanum notaðir beint við útreikningana. Nú er einungis hæsti
dómur á hverju hrossi notaður og fleiri kerfisbundnar Qokkanir eru gerðar áður en
reiknivinnan sjálf hefst. í síðasta útreikningi sem lauk 5. október 1990 var reiknað
út kynbótamat á 9935 hross, 8990 voru með eigin dóm en 945 voru metin út frá
afkvæmum og/eða ætterni. Við útreikningana er notuð öQug PC-tölva: AST 386,
nokkuð aukin að reiknigetu, 33 megariða með 320 megabita diski. Vélin var 18 klst.
að leysa stóru jöfnuhneppin með námundunaraðferð. Hvað varðar hagnýta útskýringu
aðferðarinnar skal vísað til erindis sem Qutt var á ráðunautafundi 1989 (Kristinn
Hugason 1989) og ýmissa greina eftir sama höfund í Hrossarœktinni 1986 og síðar.
Nær öll þróun á kynbótamati Búnaðarfélagsins fyrir undaneldishross frá árinu
1983 hefur verið á sviði gagnavinnslu og undirbúnings reikningana en minna hefur
gerst hvað aðferðafræðina sjálfa varðar. Að stoppa við í sjö ár á því sviði er of
langur tími nú til dags. Hvað þróunarmöguleika aðferðarinnar varðar má geta æði
margra atriða, eitt er Qjótvirkari og einfaldari forrit því tölvutæknin hefur þróast
ákaQega hratt síðustu árin. Annað atriði er að fjölga eiginleikum sem gert er
kynbótamat á. Það fyrsta sem gera ætti á því sambandi væri að reikna út kynbótamat
/