Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 34
26
RfiÐUMRUTflFUNDUR 2000
Gæðastýring í sauðfjárrækt
Ólaflir R. Dýrmundsson
Bœndasamtökum Islands
INNGANGUR
Allt frá Ráðunautafundi 1994 hefur verið fjallað hér um ýmsa þætti gæðastýringar, þar með í
sauðfjárrækt (1,2,3). Um miðjan áratuginn var landbúnaðarhópur Gæðastjómunarfélags ís-
lands mjög virkur og beitti sér fyrir gagnlegum erindaflutningi og umræðum. Þá má geta
ályktunar Búnaðarþings 1995 um átak í gæðastjómun í landbúnaði (4), en í kjölfarið hafa bú-
greinafélög og búnaðarsambönd tekið þessi mál fyrir og ályktað um þau. Með tiltekinni laga-
og reglugerðarsetningu hefur hið opinbera lagt gmnn að ákveðnum þáttum gæðastýringar í
landbúnaði (5,6) í samvinnu við bændur og samtök þeirra. Nú er að verða þáttaskil í þessum
efnum, framkvæmdastigið er að taka við af umræðustiginu, a.m.k. i sauðfjárræktinni.
TILGANGUR
Þótt sauðfjárræktin hafi dregist mikið saman er hún enn veigamikil búgrein, svo mjög að
margar byggðir í landinu treysta á afkomu hennar. Gæðastýring sem tengist rekstrarráðgjöf
getur tvímælalaust styrkt stöðu sauðfjárræktarinnar og má lýsa tilgangi gæðastýringar í bú-
greininni á eftirfarandi hátt:
Gæðastýring í sauðfjárrækt getur stuðlað að hagræðingu, bættum rekstri og
auknum tekjum af búinu. Möguleikar skapast á að fá formlega viðurkenningu á sér-
stökum gæðum afurða sem framleiddar eru við dreifbær (extensive) skilyrði, sam-
keppnisstaða á búvörumarkaði batnar, ímynd búgreinarinnar og afurðanna styrkist
í hugum neytenda og gera má ráð fyrir bættri afkomu þeirra fjárbænda sem taka
upp gæðastýringu á búum sínum.
Undirstaðan er hagræðing og bættur búrekstur með viðeigandi skráningu upplýsinga og
verður lögð áhersla á þann þátt í þessu erindi. Gera má ráð fýrir að takist vel til komi árangur
í öðrum þáttum fljótlega fram, s.s. í samkeppnisstöðu og ímynd. Samhliða eflingu gæða-
stýringar á sauðfjárbúum er æskilegt að bein tengsl séu við gæðastýringarkerfi afurðastöðva
(GÁMES) og dreifingarkerfí sauðfjárafurða, þannig að kostir gæðastýringarinnar nýtist á
öllum stigum, allt frá bændum til neytenda. Slíkt varðar eftirlit, vörumerkingar o.fl.
Þess þarf að gæta að gæðastýringin taki til sem flestra þátta í framleiðsluferlinu og verði
trúverðug. Þó má ekki gera hana of flókna, vinnufreka og kostnaðarsama og því er nauðsyn-
legt að stilla skráningu upplýsinga í hóf. Nú er rétti tíminn til að ræða þau mál, koma með til-
lögur, gera athugasemdir, velja og hafna. Hvað er nauðsynlegt að skrá? Hvað af þessum upp-
lýsingum eru fjárbændur að skrá hvort sem er? Hvað um kröfur til tölvuskráningar á búinu,
tölvuforrita, gæðahandbókar o.s.frv?
MERKING OG SKRÁNING
Svo sem áður var vikið er megintilgangur gæðastýringar í sauðfjárrækt að bæta afkomu fjár-
bænda. Jafnframt er stuðlað að góðri meðferð fjárins og skynsamlegri, sjálfbærri landnýtingu.
Allt skal þetta gert með sem einföldustum hætti þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki.
J