Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 284
276
RRÐUNflJTflFUNDUR 2000
Sjálfvirk mjaltatæki
Lárus Pétursson
Rannsóknastofmin landbúnadarins
INNGANGUR
Sjálfvirk mjaltatæki hafa vakið verðskuldaða athygli í okkar heimshluta og útbreiðsla þeirra
er nú mjög hröð í sumum nágrannalanda okkar. Aætlanir Alfa Laval Agri ganga út frá því að
árið 2010 verði þriðjungur kúa í hinum þróaðri löndum heimsins mjólkaðar með sjálfvirkum
mjaltatækjum. Þessi tækni hefur líka haldið innreið sína hér á landi og eru nú slík tæki komin
í notkun á tveimur búum, og útlit fyrir að fleiri bætist við innan tíðar. Þróun þessarar tækni er
mjög hröð, og smám saman er að renna upp fyrir mönnum að þessi tækni er komin til að vera.
Það er því full ástæða til að fara að kynna sér af fullri alvöru hvað tæknin hefur upp á að
bjóða. Kannski hættir mönnum til að líta á þetta sem einhvers konar skrímsli sem króar
kýmar af og þröngvar mjaltatækjum á þær hvort sem þeim líkar betur eða verr, en það er alls
eldci þannig. Öll hugmyndafræðin sem tæknin byggir á, gengur út á það að allt er gert í góðu
samkomulagi við kýrnar, og það eru í rauninni þær sjálfar sem taka ákvörðun um að koma í
mjaltir. Auk þess býður tækið, og sá búnaður sem því fylgir, upp á mjög spennandi og áhuga-
verða möguleika, bæði fyrir bóndann til eftirlits, stjómunar og sveigjanlegri vinnutíma, og
einnig nýtist tækið til gagnasöfnunar í tengslum við kynbótastarf sem getur gefið mikla
möguleika í framtíðinni.
HVERNIG VINNUR SJÁLFVIRKT MJALTATÆKI?
Sjálfvirk mjaltatæki gera kröfu um legubásafjós, þannig að kýmar em frjálsar og geta valið að
gera það sem þær vilja, þegar þær vilja. Það er enginn sem rekur þær til mjalta á ákveðnum
tímum, heldur fer hver og ein sjálf í mjaltir þegar henni hentar. Það getur verið misoft, t.d. er
venjan sú að kýr í hárri nyt koma oftar í mjaltir en kýr í Iágri nyt. Þegar rætt er um sjálfvirka
mjaltabása eða alsjálfVirk mjaltatæki er átt við tækni sem á engan hátt krefst nærvem manns
fyrir, við eða eftir mjaltir einstakra kúa. Hlutur viðkomandi bónda er þá að sinna eftirliti, við-
haldi og fóðrun gripanna.
í dag eru á boðstólum sjálfvirk mjaltatæki frá Alfa Laval Agri, Lely, AMS-Liberty,
Westfalia og Fullwood. Miðað við íslenskar aðstæður (bústærð), má gera ráð fyrir því að
sjálfvirku mjaltatækin frá Alfa Laval Agri, Lely og Fullwood henti einna helst, þar sem hin
tækin eru gerð fyrir mun meiri afköst. Uppbygging tækjanna er nokkuð misjöfn, en byggir þó
nokkurn veginn á sama grunni. Kýrin er greind af tölvu þegar hún kemur inn í mjaltaklefann,
og ákveður tölvan hvort mjólka skuli viðkomandi kú eða ekki (þarfir fundnar út frá tima frá
fý'rri mjöltum, nyt og stöðu á mjaltaskeiði). Ef mjólka á kúna er hún þvegin (mismunandi
búnaður - sjá m.a. myndband), hreytt og mjólkurgæði könnuð. Spenahylkin eru sett á spena
með armi tækisins, og staðsetning spenanna fer fram með hjálp leysertækni (Lely, Fullwood),
innrauðs ljóss (AMS Liberty og Westfalia) og leysertækni og tölvumyndavélar (Alfa Laval
Agri). Yfirleit eru spenahylkin fjarlægð af hveijum júguhluta um leið og hann tæmist. Eftir
mjaltir er möguleiki á sótthreinsun hjá öllum aðilum.
Þegar tækið er tekið í notkun eru kýmar hafðar i fyrstu í sk. einstefnukerfi, þ.e. til að
komast frá hvíldardeild þurfa kýmar að fara í gegnum mjaltabásinn til að komast i fóður eða