Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 95
87
Forsenda þess að árangur náist í landgræðslu og gróðun'ernd er að þeir sem eiga og nýta
land hafi ríkari skyldur til að vemda það og bæta en nú er og hafi aðgang að og noti þá
þekkingu sem til er um stjóm landnýtingar. Fræðslu og fjárhagslega hvatningu þarf til að svo
geti orðið. Jafnframt verða að vera til virk úrræði til að grípa í taumana og koma í veg fyrir
tjón þegar í óefni stefhir.
í frumvarpsdrögunum em sett fram þau markmið sem nýjum lögum er ætlað að ná og
skapaður rammi um það hvemig það verður gert. Þar em settar fram þær almennu leikreglur
sem um málaflokkinn eiga að gilda og kveðið á um þá þætti sem ekki em miklum breytingum
undirorpnir. I þeim er fjallað um stjómskipun, um fyrirkomulag upplýsingaöflunar og
vöktunar á landnýtingu og um gerð framkvæmdaáætlana. í drögunum er einnig fjallað um
stjórn á beit og annarri landnýtingu og hvaða viðurlög eru ef út af er bmgðið.
Fagleg þekking er einn af homsteinum landgræðslustarfsins. Breyttar áherslur og kröfur
um fagleg vinnubrögð á flestum sviðum valda því að mikil og vaxandi þörf er fyrir rannsóknir
og þróunarstarf í landgræðslu.
Stjórnsýsla
I frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að áfram verði starfrækt stofnun er fari með þennan
málaflokk fyrir hönd ríkisins. Þessi stofnun skal heita Landgræðslan og hafa höfuðstöðvar í
Gunnarsholti. Landbúnaðaráðherra fer með yfirstjóm landgræðslumála. Stofnuninni er heim-
ilt að reka héraðssetur eftir því sem þörf er á. Verkefni stofnunarinnar verða mjög fjölþætt og
lúta að landbótum, vemdun auðlinda landsins og nauðsynlegri stjómsýslu til að ná settum
markmiðum.
Gert er ráð fyrir að í hverju sveitarfélagi starfi landgræðslunefnd, kosin fulltrúum til fjög-
urra ára í senn. Sveitarfélögum er heimilt að sameinast um landgræðslunefndir eða sameina
verkefni þeirra öðrum nefndum sveitarfélagsins. Ennfremur ráði sveitarstjómir, einar sér eða
sameiginlega, landgræðslufulltrúa til að starfa með landgræðslunefndum.
Landgrœósl uúœtl un
Landgræðslunni er ætlað að gera tillögu að landgræðsluáætlun til 12 ára í senn sem nái til
landsins alls. Þar skal marka stefnu um það hvaða verkefni á sviði stöðvunar jarðvegs-
eyðingar, gróðurvemdar, uppgræðslu lands og heftingar landbrots eigi að hafa forgang á tíma-
bilinu. Fjallað verði einnig um áform á sviði upplýsingaöflunar, stjómar landnýtingar, ráð-
gjafar, fræðslu, kynningar, rannsókna og þróunar. Sveitarfélög, hvert fyrir sig eða fleiri
saman, geri héraðsáætlanir um landgræðslu til ijögurra ára.
Umsjónarmaður lands ber ábyrgð á að land í hans umsjá sé nýtt með sjálfbæmm hætti.
Honum er skylt að kosta landbætur sem leiða af landspjöllum eða rýrnun landgæða af hans
völdum. Umsjónarmenn lands geta farið fram á ítölu og vottun á sjálfbærri landnýtingu við
Landgræðsluna.
Urrœói og stjórn landnýtingar
Grunnhugsun nýrra landgræðslulaga er sjálfbær nýting þeirra auðlinda sem felast í gróðri og
jarðvegi. Þetta á ekki síst við um beit, en einnig aðra landnýtingu sem hefur áhrif á gróðurfar.
I fumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að einfalda framkvæmd ítölu frá því sem nú er. Um-
sjónarmanni lands, þar sem nýting er úr hófi, ber að leggja fram úrbótaáætlun. Sé hún ekki
lögð fram, eða ekki framfylgt, er Landgræðslustjóra heimilt að ákvarða ítölu og skal hún við
það miðuð að land sé n\'7t með sjálfbæmm hætti.
Hægt er að ákvarða ítölu fyrir einstök beitarsvæði og jarðir, afrétti eða sameiginleg
beitarlönd og binda hana búíjártegundum. Ef umsjónarmaður lands eða stjóm fjallskiladeildar