Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 137
129
Mörkin (0,8-0,9-1,0 af hámarksuppskeru) eru nefnd neðri skortsmörk (80% af hámarkssprettu),
efri skortsmörk (90%) og kjörmörk við hámarkssprettu eftir vaxandi áburðargjöf. Í samræmi við venju
í öðrum löndum er talað um skort eða hörgul á næringarefni (deficiency) neðan skortsmarka og efna-
magn á bilinu milli skortsmarkanna talið lágt (low), en nægilegt (sufficient) frá efri skortsmörkum
(uppskeruhlutfall=0,9) að kjörmörkum og þar fyrir ofan telst efnamagn hátt.
Flokkuninni var þannig háttað:
• Gögnin voru flokkuð eftir uppskeru og áburðarnotkun.
• Uppskeruflokkarnir voru eftir þurrefnisuppskeru í tilraunliðum án N-, P- eða K-áburðar eins og
fram kemur í 7. töflu.
• Flokkar N-áburðar voru (6): 0,40-55,75-82, 100, 120 og 160-180 kg/haN.
• Flokkar P-áburðar voru (4): 0, 6-13, 21-31 og 40-60 kg/ha P.
• Flokkar K-áburðar voru (4): 0, 25-33, 50-66 og 75-99 (150) kg/ha K.
• Skortsmörkin (90% og 80% af hámarksuppskeru) fyrir hvern uppskeruflokk voru reiknuð af há-
marksuppskeru og samsvarandi efnamagn ákveðið á línuritum af uppskeru sem falli af %N (eða
%hrápróteini), %P eða %K í þurrefni.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Kjörmagn níturs í þurrefni 2,4-2,8% N (7. tafla) má bera saman við kjörmörk í vorhveiti í
rannsóknum Siman’s (1974): 1,8% við blómgun, 2,1% N við skrið, 2,6% þegar síðasta blað
kemur fram. Kjörmagn fyrir vetrarhveiti við byrjun skriðs (stig 10 á skala Feekes) var 1,7-
2,8% N í þurrefni (Vielmeyer o.fl. 1983). Kjömiagn N hefur því mælst sambærilegt í tveimur
korntegundum og túngrösum.
í þeim árum og á þeim stöðum sem uppskera var minnst í tilraununum (neðsta lína í 8. og
10. töflu) er %N og %K í þurrefni hæst, nema þar sem ekkert N eða K er borið á.
Tiltölulega hátt steinefnamagn er oft i uppskeru, þar sem sprettuskilyrði eru slæm og það
á líka almennt við um snemmslægju. Frávik frá því að %N eða %K mælist hæst þar sem
spretta er lökust (neðstu línumar í 7.-9. töflu) má rekja til þess að skortur á N eða K er yftr-
vegandi. Þetta á eingöngu við tilraunaliði án N- eða K-áburðar (7. og 9. tafla, 1. og 2. dálkur)
í N- og K-tilraunum.
Ffins vegar hefur fosfórskortur verið allsráðandi í þeim fosfórtilraunum þar sem spretta
var lökust og ekki tekist að bæta úr því með fosfóráburði. Það kemur fram í því að fosfór-
prósenta er alltaf lægst þar sem sprettan er minnst (neðsta lína í 8. töflu).
Fosfór í grasi við hámarksuppskeru var 0,22-0,35% í þurrefni eftir uppskeru (8. tafla).
Við mestu uppskeru (5,6-6,5 tonn þurrefni á ha) er kjörmagn fosfórs lægst 0,22% í þurr-
efni. Annars er kjörmagn fosfórs á bilinu 0,29-0,35% P í þurrefni. Það er í góðu samræmi við
fyrri rannsóknir. Samkvæmt erlendum rannsóknum (4. tafla) og fyrri rannsóknum hér á landi
(Friðrik Pálmason 1972) er hæfilegt fosfórmagn í grasi og heyjum að jafnaði 0,30-0,31% í
þurrefni.
Kalí í grasi lækkar úr 2,5 í 1,8% í þurrefni með vaxandi hámarksuppskeru frá 3 til 7
tonnum á hektara (9. tafla). Án kalíáburðar eykst hins vegar kalí í grasi úr 0,76 í 1,12% K
með vaxandi uppskeru á mismunandi stöðum og í mismunandi árum. Við mestu uppskeru án
kalíáburðar (71 ltkg/ha af þurrefni og 1,2% K) er kalí yfir neðri skortsmörkum (80% af há-
marksuppskeru), en við minnstu uppskeru án kalíáburðar (16 hkg/ha og 0,76% K) er kalí
langt neðan þessara marka.
Kalíum við hámarksuppskeru (1,8-2,5 % K í þurrefni, 9. tafla) er sambærilegt við kjör-
magn í rannsóknum Wiegners og van Itallie (tilvitnun Goodall and Gregory 1947), 1,9—2% K,
en lægra en í fyrri rannsóknum hér á landi (2,5-2,7% K í þurrefni).