Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 226
218
lengi að ferðast eftir ganginum með engan segldúk. Tilgangurinn með þessari ferð var til að
hafa samanburð við ferðina þegar segldúkurinn (óþekkta áreitið) hafði bæst við. Síðan var
hesturinn látinn fara aðra ferð með segldúkinn til staðar og aftur tekinn tíminn. Ef hesturinn
fór ekki yfir segldúkinn þá var beðið þar til hann hafði annað hvort staðið meira en 4 m frá
segldúknum eða snúið meira en 90° frá segldúknum í 5 mín samfleytt. Þá var prófinu hætt.
Hegðun var tekin upp á myndband og hjartsláttur mældur á 5 sek fresti.
Forsenda fyrir því að próf teldist áreiðanlegt var að það næmi mismun bæði í a.m.k. einni
hegðunarbreytu og hjartslætti eftir því hvort að hrossið var á róandi lyfi eða ekki. Spearmans
fylgnistuðull var notaður til að meta samband milli hjartsláttar og hegðunar bæði milli mis-
munandi prófa sama daginn og sama prófs á mismunandi dögum. Einnig var endurmælinga-
gildi notað til að meta og bera saman áreiðanleika prófanna.
NIÐURSTÖÐUR
Prófið með óþekkta áreitinu stóðst allar þær forsendur sem fyrirfram voru settar fyrir mark-
tækt próf. Þrjár hjartsláttarmælingar, meðaltal, hágildi og kryppugildi, sýndu marktækan mun
(P<0,01) og voru lægri í hrossunum sem voru á róandi lyfi heldur en hrossunum sem ekki
voru á lyíjum. Þessar þrjár mælingar höfðu einnig háa fylgni hver með annarri (rs=0,67,
P<0,01) sem þýðir að sérhver þeirra raðar hrossunum í svipaða röð eftir stressi. Meðalhjart-
slátturinn var þó valin sem nákvæmasta talan þar sem hún hafði hæsta fylgni við hinar hjart-
sláttarmælingarnar. Af hegðunarbreytunum voru aðeins þrjú atriði sem sýndu marktækan mun
eftir því hvort hrossið var undir áhrifum lyfsins eða ekki, skref á feti, skref á brokki og fjöldi
hneggja voru færri þegar hrossið var á lyfi heldur en ekki. Krafs, saur- og þvaglát og frís var
jafnalgengt hvort sem hrossin voru á róandi lyfmu eða ekki. Vandamál sem kemur i ljós þegar
farið er að skoða hegðun er að ekki sýna öll hrossin allar hegðanirnar og til dæmis sýndu ekki
nema 41,5% skref á brokki og 53,4% hneggjuðu. Það er því ekki hægt að nota þessar breytur
til að raða hrossunum eftir. Skref á feti sýndu hins vegar öll hrossin og þvi er ákjósanlegt að
nota þessa breytu til að raða hrossunum upp eftir. Fjöldi skrefa á feti hafði háa fylgni (rs=0,66,
P<0,01) með meðalhjartslætti sem sýnir að hegðunarbreytan og hjartsláttarbreytan styðja hvor
aðra. Endurmælingagildi þessa prófs sýna
að prófið raðar hrossunum á afar svipaðan
hátt ef þeim er rennt aftur í gegnum það
(1. tafla). Próf sem framkvæmd eru hvað á
eftir öðru gefa mjög svipaðar niðurstöður
en munur er á hvernig hrossin raðast sam-
kvæmt hjartslætti miðað við niðurstöður
úr fyrstu og þriðju lotu. Líkleg skýring á
þessari breytingu er sú að hrossin læra
mismunandi hratt, þ.e. þau venjast um-
hverfinu og róast mishratt.
Ekkert samband fannst milli stystu ijarlægðar milli hrossins og þríhjólsins og þess hvort
að hrossið var á lyfjum eða ekki.
í einangrunarstíunni lækkaði róandi lyfið meðaltal, lággildi og kryppugildi hjartsláttar í
hrossunum (P<0,01). Þessar þrjár tölur höfðu einnig háa fylgni (rs>0,75, P<0,01) hver með
annarri sem sýnir að sérhver þeirra raðar lrrossunum á svipaðan hátt eftir stressi og þar af leið-
andi er nóg að notast við aðeins eina þeirra. Meðalhjartsláttur var valin sem nákvæmasta talan
því fylgni hennar við aðrar hjartsláttartölur var hæst. Þær hegðunarbreytur sem breyttust við
róandi lyfið voru fjöldi þvagláta, fjöldi saurláta, frís og hnegg. Þvaglát og hnegg var þó ekki
1. tafla. Spearman fvlgnistuðlar sem sýna fylgni endur-
mælingagilda eftir því hvemig hrossunum var raðað eftir
örlyndi í öllum lotum í prófinu með óþekktu áreiti.
Lota númer
1 og 2 2 og 3 1 og 3
Meðalhjartsláttur 0,82** 0.64" 0,17
Skref á feti 0,92" 0,93“ 0,75"
**P<0,01.