Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 188
180
Angus er upprunalega breskt kyn frá norðausturhluta Skotlands og
hefur mörg hundruð ára ræktunarsögu að baki. Það er blásvart á
litinn, kollótt, lágfætt og einkennist af séríega tunnulaga bol.
Kostir kynsins eru fyrst og fremst nægjusemi, lítill fæðingarþungi,
litlir burðarerfiðleikar, rómuð kjötgæði og homleysi. Gallamir eru
helst taldir að vaxtarhraðinn er minni en í kjötkynjum af megin-
landinu og of mikil fitusöfnun vegna bráðs þroska. Erlendis em víða steikhús sem sérhæfa sig
i að framreiða Angus kjöt. Meira að segja í hinum þekktu „Hereford Steakhouse" í Danmörku
em nú orðið einungis framreiddar Angus steikur. Angus er mjög útbreitt kyn í löndum hjarð-
búskapar, eins og á meginlöndum Ameríku og í Astralíu.
Limósín heitir í höfuðið á hálendishéraði í miðvesturhluta Frakk-
lands. Það á sér langa sögu í þessu héraði og þurfti að lifa nánast
eingöngu á beit og öðm tilfallandi gróffóðri í gegnum aldimar.
Limósín er rautt eða kastaníubrúnt á litinn og hymt. í samanburði
við Angus og íslenska kynið er Limósín háfætt kyn, með áberandi
breiðan hrygg, vel holdfyllt læri og seinþroskaðra. Kynið er harð-
gert, með mikil kjötgæði, góða fóðurnýtingu, litla burðarerfiðleika og miðlungsvaxtarhraða í
samanburði við önnur meginlandskjötkyn, samkvæmt erlendum rannsóknum. Það hefur náð
gífurlegri útbreiðslu í Norður-Ameríku á undanfómum áratugum og er næstútbreiddasta
meginlandskjötkynið á eftir Charolais í Evrópu í dag.
EFNI OG AÐFERÐIR
Áður en lengra er haldið er vert að skilgreina nokkur hugtök sem verða notuð og kunna
annars að valda ruglingi. Þegar talað er um kyn er hér átt við naut og kvígur, en ekki naut-
gripakyn nema annað komi fram. Þegar fjallað er um stofna er verið að aðgreina á milli ís-
lenska kynsins og blendinganna óháð kynjum. Fóðureiningar (FE) em mjólkurfóðureiningar
samkvæmt nýja orkumatinu (Gunnar Guðmundsson 1997), en ekki fitufóðureiningar eins og í
eldri tilraunum.
Keyptir kálfar
Samið var við hóp bænda í Eyjafirði um sæðingar með holdanautum fyrir þessa tilraun. Að
auki vom keyptir íslenskir kálfar frá nágrannabæjum. Þeir kálfar sem fóm að lokum í til-
raunina, 36 að tölu, eru listaðir í 1. töflu. Vegna takmarkaðs hóps að velja úr og ójafns burðar-
tíma er aldursdreifing kálfanna talsverð. Stefnt var að því að taka kálfana um vikugamla í til-
raunina, en það tókst ekki alltaf, m.a. vegna þess að skipta þurfti út þremur kvígukálfum
vegna vanþrifa. Fyrstu kálfamir fæddust 23. júní 1997 og sá síðasti 25. desember sama ár. Þá
er vert að benda á að kálfar nr 501 og 510 voru tvíkelfingar.
Feður íslensku kálfanna vom 9, Angus blendinganna 2 og Limósín blendinganna 3. Kál-
famir voru frá 18 bæjum og komu flestir frá sjálfu tilraunabúinu á Möðmvöllum eða 8 sem
skiptust nokkuð jafnt á milli stofna og kynja.
Skipulag
Kálfarnir 36 skiptust jafnt eftir stofnum (3) og kynjum (2) og var raðað tilviljunarkennt (að
mestu) í 3 jafna sláturflokka eftir því á hvaða aldri þeim var slátrað. Þeim var slátrað 16
mánaða, 20 mánaða eða 24 mánaða gömlum. Alls vom því tveir kálfar af sama stofni og kyni
sem fengu sömu meðferð og eru skilgreindir sem endurtekningar í tölfræðiuppgjörinu.