Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 311
303
mátti telja reitina gott tún. Norðmenn höfðu ekki fundið yfirburði þessa númers. Þetta sýnir
að það getur verið árangurs að vænta af kynbótum á fjölæru rýgresi fyrir íslenskar aðstæður.
Vorið 1999 virtist rýgresið dautt á Möðruvöllum. en það náði sér á strik líkt og gerst
hefur annars staðar. Mat á þekju frá 12. júlí virðist endurspegla mat frá vorinu 1998 og því
hefur vart verið um nýtt dauðkal að ræða hjá hinum þolnari yrkjunum.
REYNSLA BÆNDA
Góður árangur tilrauna með rýgresisyrki tvo fyrstu vetuma spurðist út og vildu ýmsir bændur
prófa. Þetta voru fremur mildir vetur og því þótti rétt að fara hægt í sakimar og hefur reynslan
seinni vetuma tvo sýnt að efasemdirnar áttu nokkurn rétt á sér. Þó var ákveðið í ársbyrjun
1998 að flytja inn nokkurt magn af rýgresisfræi svo að áhugasamir bændur gætu kynnst þessu
grasi. Svea, sem hefur reynst þolnast, var ekki fáanlegt nema í takmörkuðu magni. Rala flutti
inn 100 kg af Svea og 100 kg af Baristra. Þessu fræi var skipt í 12 staði, þar af tvær tilrauna-
stöðvar Rala, og keyptu bændurnir það fræ sem í boði var á kostnaðarverði. Enn fremur hafði
Mjólkurfélag Reykjavíkur Baristra á boðstólum bæði 1998 og 1999 og má ætla að því hafi
verið sáð í nokkra tugi hektara. Sú reynsla sem af því fæst verður þó e.t.v. ekki svo hagstæð
sem skyldi því að Baristra stendur þolnustu yrkjunum nokkuð að baki hvað endingu varðar (4.
tafla).
Því rýgresi, sem Rala dreifði, var sáð á níu stöðum í tún þetta sumar og fengu a.m.k.
sumir ágætar nytjar af rýgresinu þegar á fyrsta ári. Tíundi staðurinn er svo Korpa þar sem
rýgresi var sáð í tilraunir. Veturinn var nokkuð harður og má segja að það hafi aukið gildi
þessarar athugunar, það kom þá betur í ljós hvar rýgresið á erfitt uppdráttar. I stuttu máli sagt
þá lifði rýgresið vel eða ágætlega á 5 stöðum, að hluta til á 2 og illa eða ekki á 3 stöðum. Það
var á Selparti í Gaulverjabæjarhreppi, Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, Steinsholti í Gnúp-
verjahreppi og Stóru-Ökrum í Blönduhlíð auk Korpu sem rýgresið lifði vel. Á Þorvaldseyri
og í Stóra-Armóti lifði það að verulegu lejúi, en á Tannstaðabakka í Hrútafirði, Efra-Ási í
Hjaltadal og Möðruvöllum í Hörgárdal (Miðmýri) lifði það illa eða ekki. Líklega var á
þessum þrem stöðum sáð í land sem blotnar um of að vetrinum, og ekki er víst að fullreynt
hafi verið hvort nægilegt líf leyndist í sverðinum svo að grasið kæmi til ef beðið væri fram í
júlí. Á Efra-Ási var einnig vetrarrúgur sem kól minna, e.t.v. vegna þess að hann var á öðru
landi. Þótt rýgresi lifði nokkuð vel á Korpu var greinilegt að það hafði beðið hnekki af
hörðum vetri, var seint til, seinna en t.d. vallarfoxgras gagnstætt venju. í Steinsholti er það á
vel framræstri mýri. Þar var það líka seint til, en hafði alveg náð vallarfoxgrasi þegar það var
slegið 29. júní og þríslegið i allt og hefur því líklega farið betur af stað en á Korpu. Ljóst er að
i Hildisey, Selparti og á Stóru-Ökrum varð rýgresið ekki fyrir sambærilegum hnekki og á
Korpu. í Selparti var rýgresið dautt i lautum og á Stóru-Ökrum var kal á skurðbökkum undan
snjóalögum eða svelli en það náði sér þó. Á Þorvaldseyri lifði rýgresið og var grænt fram eftir
vetri, þverhandargras og nokkuð þétt í janúar, en snemma í apríl, upp úr páskum, gerði harða
norðanátt með miklu frosti á auða jörð. Þá gisnaði rýgresið allt og drapst á blettum, virðist
ekki hafa verið nógu kuldaþolið eftir milda tíð. Það spratt þó og var slegið þrisvar. I Stóra-Ár-
móti var rýgresinu sáð á tún með hrauni undir. Túnið var nokkuð blautt á köflum, en það þolir
rýgresi ekki og lifði því fremur illa, einkum Baristra.
Af þeirri reynslu, sem fengist hefur, má álykta að þolnum rýgresisyrkjum megi sá með
ágætum árangri þar sem jarðvegsskilyrði eru góð og ekki er að vænta harðra frosta á auða
jörð. Sennilega hentar það síður á mýrarjörð, en það sem skiptir máli er að framræsla sé góð
og jarðvegur verði ekki mjög blautur. Það er þekkt í Noregi að gras nær ekki að harðna sem
skyldi ef jörð er mjög blaut að hausti, enda minnkar vatn i plöntum þegar þær harðna fyrir