Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 332
324
ekki að írumunum. Hugsanlegt er að fruman bregðist við þessu sérstaka ástandi m.a. með því
að draga úr radikala-vamarkerfmu þar sem engin þörf er fyrir það lengur (ekkert súrefni).
Þegar plantan kemur svo undan svelli að vori, eftir langt tímabil í súrefnissnauðu umhverfi,
hellist aftur yfir hana súrefni. Fruman er hins vegar núna óviðbúin þessu þar sem radikala-
vamarkerfið er bælt. Afleiðingin er mikil myndun súrefnis-radikala sem drepa frumumar á
fáum dögum. Samkvæmt þessari tilgátu lifa plöntumar í raun svellið af, en drepast þegar
svellið hverfur og súrefni kemst aftur að þeim.
KALSKEMMDIR FYRR Á TÍÐ
Kalskemmdir eru ekki nýtt fyrirbæri en frá upphafi íslandsbyggðar hafa grasleysisár og hall-
æri gert vart við sig (Sturla Friðriksson 1954). í dag stöndum við þó betur að vígi en áður að
takast á við þennan vanda og getum því komið í veg fyrir að skepnur og menn horfalli. Hins
vegar má vera að vegna breyttra aðstæðna séu skemmdir í túnum á seinni árum annars eðlis
en fyrrum. Frostkal hefur sennilega verið algengara áður fyrr, og þannig er líklegt að kal-
skemmdimar árið 1918 hafi til dæmis verið frostkal. Eftir að tún voru sléttuð, með bættri
tækni, hefur hætta á svellkali aukist, en einnig kann breytt veðrátta að eiga þar hlut að máli.
Erfitt er að geta sér til um hvaða áhrif hugsanleg veðurfarsbreyting samfara gróðurhúsáhrifum
muni hafa á kalskemmdir.
Búskapur er áhættuatvinnuvegur og tjón af völdum kalskemmda er einn áhættuþátturinn,
reyndar mismikill eftir landssvæðum. Kalskemmdir geta flokkast sem náttúruhamfarir, og er
þetta eitt þeirra tjóna sem Bjargráðasjóður hefur bætt. Það er þó ekki fyrr en á seinni árum
sem sjóðurinn hefur komið verulega inn í þetta, og er þá byggt á mati ráðunauta á
skemmdum, samanburði við uppskeru milli ára og áburðarkaupum og fóðurflutningi bænda,
sem tengjast uppskerubrestirium. Þegar sjóðurinn hleypur undir bagga er reiknað með að
bændur beri eigin áhættu sem nemur 10-25% af tjónamati. Þetta undirstrikar að búskapur er
áhættustarf. Það er nokkuð sérkennilegt að á síðasta áratug hefur annaðhvert ár verið kalár,
árin með stöku tölunum, en ekki kelur þó alltaf á sömu svæðum. Greiðslur úr Bjargráðasjóði
vegna kaltjóns voru um 58 milljónir króna 1993, 66 milljón króna 1995 og 29 milljónir króna
1997. Verið er að vinna úr upplýsingum vegna ársins 1999. Um 1970 var reiknað út að hey-
fengur á landinu hafi rýrnað um allt að 30% í mestu kalárunum, og enn meira í einstökum
hreppum (Bjami E. Guðleifsson 1973). Fyrir allöngu síðan var reynt að slá mati á það hve
miklir fjármunir tapist árlega að meðaltali vegna kalskemmda (Samnordisk Planteforedling
1988). Samkvæmt þessum útreikningum, þar sem tekinn er inn kostnaður vegna fóðurtaps og
endurræktunar kalinna túna, var árlegur kostnaður vegna kals talinn um 380 milljónir króna
að meðaltali. Standist þetta er ljóst að tjónið er mikið, sérstaklega fyrir bóndan þar sem Bjarg-
ráðasjóður bætir ekki nema hluta af þessu tjóni. Augljóst má vera að kalskemmdir hafa átt
sinn þátt í erfiðleikum við búskap og stuðlað að fólksflótta úr sveitum og jafhvel eru dæmi
þess að heilu byggðimar hafi lagst í auðn vegna þessa vágests. Það er því líka Ijóst að til
nokkurs er að vinna að lágmarka þetta tjón.
Til þess að gera sér nokkra grein fyrir tíðni og áhrifum kalskemmda á síðustu öld em
sýnd súlurit um meðaluppskeru á landinu öllu og í nokkrum hreppum (1.-6. mynd). Út-
reikningar þessir byggja á tölum um heyfeng og túnstærð, aðallega úr Hagskýrslum íslands.
Má segja að gögn um heyfeng séu nokkuð trúverðug. Votheyi er breytt í þurrhey, þannig að
reiknað er með að um venjulegt vothey sé að ræða allt til ársins 1988 og á áranum 1988-1993
blanda af venjulegu votheyi og rúlluheyi, en síðan að mestu leyti rúlluvothey. Upplýsingar
um túnstærðir era hins vegar afar ótraustar, og þurfti að gera þar nokkrar leiðréttingar. Notuð
er uppgefin túnstærð á árunum 1900-1912, en síðan var nýrækt mæld allt til ársins 1988, er