Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 42
34
GSL og þar á að tiltaka dagsetningu þrifa og sótthreinsunar svo og tegund og magn sótt-
hreinsiefnis. í reglugerð nr 219, 7. grein, stendur að stíur skuli vandlega þrifnar og sótt-
hreinsaðar áður en nýr hópur svína er settur þar inn. Nokkrir svínabændur skrá þessar upp-
lýsingar hjá sér, en þær eru mikilvægur þáttur í smitvömum og nauðsynlegt að útbúa almennt
skráningarform fyrir þær.
Fóður og vatn
Fóðurþátturinn er mjög mikilvægur við gæðastýringu í svínarækt því fóðrið hefur mikil áhrif
á afúrðir greinarinnar. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að skrá allar upplýsingar um fóðrið
sem notað er.
í GSL er gert ráð íyrir að skrá þær fóðurtegundir sem notaðar em á búinu. I svínarækt
þarf einnig að skrá öll þau hráefni sem notuð eru til heimablöndunar fóðurs, en það er algengt
í dag að svínabændur blandi sitt fóður sjálfir. Þeir bændur sem stunda framleiðslu fóðurs
þurfa framvegis að fá leyfi hjá Aðfangaeftirlitinu og þar er hægt að fá nánari upplýsingar um
lög og reglugerðir sem gilda um fóðurframleiðslu hérlendis (Ólafúr Guðmundsson og Lilja
Grétarsdóttir 2000). Fyrir fóður og fóðurhráefni sem keypt em inn á búið verður, samkvæmt
GSL, að skrá dagsetningu kaupanna, nafn seljanda og flutningsaðila, svo og innihaldslýsingu.
Einnig skal geyma öll fóðursýni.
Auk ofantaldra skráningarþátta fyrir fóður er mikilvægt að huga sérstaklega að fiskimjöli
og fitugjöfum sem notaðir em í fóðrið. Eins og komið hefur fram í rannsóknum bæði erlendis
og á Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Bima Baldursdóttir o.fl. 1998b, Bima Baldursdóttir
og Guðjón Þorkelsson 1995) hefur tegund, gæði og magn þess fiskimjöls sem notað er í
svínafóður afgerandi áhrif á gæði afúrða. Það sama má segja um fitugjafa í svínafóðri (Bima
Baldursdóttir o.fl. 1998a, Rósa Jónsdóttir o.fl. 1998, Rósa Jónsdóttir 1997). Fóður eldisgrísa
þarf því að vera þannig samsett að fita af sláturgrísum standist þær kröfúr sem gerðar eru til
joðtölu og fitusýrusamsetningar bakfitunnar. Fóðrið þarf líka að vera þannig samsett að loka-
sýrustig sláturskrokkanna sé innan æskilegra marka. Af þessu er ljóst að gera þarf strangar
kröfur um að það fóður sem gefið er eldisgrísum standist þær viðmiðanir sem afúrðastöðvar
og markaðurinn setur.
í GSL er gert ráð fyrir að fylgst sé með gæðum vatnsins sem notað er á búinu. Sam-
kvæmt reglugerð nr 219 verður að tryggja að dýrin geti dmkkið vatn að vild. Athuga þarf
reglulega rennsli allra vatnsnippla í svínahúsum.
Umhverfi
í reglugerð nr 219, 3. grein, er nákvæmlega tekið fram hvemig nánasta umhverfi svínabúa
skuli vera. Þar er m.a. kveðið á um aðvörunar- og leiðbeiningaskilti sem skuli vera við að-
komu að athafnasvæði svínabúa og við inngang í hvert svínahús. Umhverfi húsanna skal vera
þurrt og þrifalegt til vamar því að óhreinindi og smitefni berist inn í húsin. Steypt stétt, eða
varanlegt slitlag, með niðurfalli skal vera við dyr þar sem afhending dýra fer fram. Varanlegt
slitlag skal vera við fóðurtanka (Landbúnaðarráðuneytið 1991).
Mengun
I GSL er m.a. minnst á mengun frá haughúsum og húshaldi. I reglugerð 219, 3. grein, er tekið
fram að á öllum svínabúum skuli vera nægjanlegt rý'mi í yfirbyggðum hauggeymslum fyrir
sex mánaða haug (Landbúnaðarráðuneytið 1991). í skýrslu sem starfshópur um meðferð úr-
gangs frá landbúnaði vann á vegum Umhverfisráðuneytisins er ítarlega fjallað um mengun
vegna búfjáráburðar og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka mengun (Hollustuvemd ríkisins
1998). I reglugerð nr 804 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda
frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri (Umhverfisráðuneytið 1999b) stendur að gera skuli