Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 161
153
Almennt má gera ráð fyrir að beinar mælingar séu nákvæmastar, en jafnframt dýrastar, af
þessum fjórum leiðum. Lestur upplýsinga úr gagnagrunni og notkun spálíkinga eru ódýrar og
fljótlegar leiðir til að nálgast upplýsingar, en eru nálganir en ekki mælingar. Það fer eftir eðli
og mikilvægi upplýsinganna hvort telja má slíkar nálganir nægilega öruggar. Beinar mælingar
eru notaðar í rannsóknaverkefnum, sem mynda grunn fyrir hinar leiðimar þrjár. I þjónustu-
efnagreiningum LBH og RALA er NIR-greining í flestum tilfellum notuð til að ákvarða hrá-
próteininnihald og meltanleika, sem em lykilstærðimar í öllum fóðurleiðbeiningum í dag.
Steinefni em mæld með beinni mælingu (Tryggvi Eiríksson og Bjöm Þorsteinsson 1999).
Gera má ráð fyrir að ef fleiri beinum mælingum væri bætt inn í þjónustuefnagreiningar
mundi það auka kostnað og heldur minnka notkun þessarar þjónustu en hitt. Það væri slæm
þróun. Af erlendum rannsóknaniðurstöðum má ráða að NIR-mæling sé álíka góður kostur
fyrir mælingu á trénisþáttum (NDF, ADF) og sterkju eins og á t.d. hrápróteini (sjá m.a. De
Boever o.fl. 1997). Þessi efni verða þvi væntanlega mæld með NIR eða sambærilegum að-
ferðum í framtíðinni. Að einhverju leyti má þó gera ráð fyrir að a.m.k. sterkjan verði áætluð
út frá töflugildum, þar sem stór hluti sterkju kemur hingað með innfluttum kjarnfóður-
blöndum og korni, sem er nokkuð staðlað og vel skilgreint. Mælingar á sterkju gætu skipt
meira máli í innlendu komi þar sem þroski þess, og þar af leiðandi sterkjuinnihald, er all-
breytilegt milli ára. Beinar mælingar á sterkju til að skapa grunn fyrir NIR-mælingar eru
fremur auðveldar í framkvæmd.
Hráfita mundi sennilega verða áætluð út frá töflugildum þar sem magn og mikilvægi
hennar er fremur lítið í jórturdýrafóðri og breytileiki í innihaldi lítill innan einstakra fóður-
flokka.
Þurrefni fóðurs að frádregnu NDF, hrápróteini, sterkju og hráfitu, er stundum sett saman í
einn flokk og gengið út frá því að þar sé um að ræða flokk vatnsleysanlegra kolvetna sem
meira og minna hafi sameiginlega virkni í skepnunni. Þetta getur gengið ef um er að ræða t.d.
ferskt gras eða hey. Þá er þama fyrst og fremst um að ræða vatnsleysanlegar sykrur sem
gerjast nánast alfarið yfir í rokgjamar fitusýmr í vömb. Sykrumar em yfirleitt á bilinu 10-
20% af þurrefni algengra íslenskra grastegunda við slátt. Við gerjun í hefðbundnu votheyi og
blautverkuðu rúlluheyi gerjast drjúgur hluti (meira en helmingur) þessara sykra yfir í lífrænar
sýmr (Björn Þorsteinsson o.fl. 1996, Þóroddur Sveinsson og Bjami Guðleifsson 1999),
einkum mjólkursýru, ef vel tekst til, en einnig geta myndast sýmr eins og edikssýra,
própíonsýra og smjörsýra. Gerjun í votheyi fer í raun fram á kostnað gerjunar í vömb. Sú orka
sem örverur votheysins ná út úr sykmm grassins við það að gerja þær yfir í sýrur kemur ör-
verum vambarinnar ekki að gagni við uppbyggingu þeirra á örvempróteini. Fóðrunarlega séð
er því hagstæðara að sem minnst geijun verði. Gerjuninni má halda niðri, t.d. með notkun á
maurasýru og forþurrkun. Burtséð frá því, þá virðist augljós nauðsyn þess að greina á milli
lífrænna sýra og sykra í fóðri jórturdýra. Aðferðir við beinar mæiingar þurfa að vera til staðar.
Skoða þarf hins vegar að hvaða leyti hægt er að meta þessar stærðir með því að nota óbeinar
mælingar (NIR) eða áætlanir út frá gagnagrunni eða með spálíkingum. Slikt ætti, a.m.k. að
einhverju leyti, að vera hægt að vinna út frá tiltækum niðurstöðum (Bjöm Þorsteinsson o.fl.
1996, Þóroddur Sveinsson og Bjami Guðleifsson 1999). Erlendis hafa verið gerðar allvel
heppnaðar tilraunir til að spá fyrir um sykminnihald grasa út frá veðurgögnum (Wulfes o.fl.
1999). Vatnsleysanlegar sykrur hafa líka verið metnar með NIR-tækni með allgóðum árangri
(De Boever o.fl. 1996, Cosgrove o.fl. 1998).
Auk upplýsinga um magn einstakra fóðurefna þurfa að vera til staðar upplýsingar um
niðurbrotsferla þessara efna í vömb. Gerjunarferla má ákvarða með nælonpokaaðferðinni (sjá
t.d. Braga L. Ólafsson 1997) eða með in vitro aðferðum. Slíkar mælingar ganga út á það að