Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 329
321
Slreiiuþolnari cifbrigði jyrirsjáanleg
Aukinn skilningur vísindamanna á þeim ferium og erfðaþáttum sem stýra viðbrögðum og þoli
plantna við streituvöldum umhverfisins s.s. þurrki, kulda og seltu sem iðulega hamla jarðrækt
á jaðarsvæðum, eins og á Islandi, er að komast á það stig að hagnýtingar má fara að vænta
innan fárra ára. Rannsóknir hafa sýnt að unnt er að virkja þá kuldaþolseiginleika sem í plönt-
unum búa með þessari tækni, en einnig hefur tekist að auka nokkuð þol plantna við streitu
með tilfærslu eiginleika á milli plantna. Hérlendis mætti sjá fý'rir sér að tækist að bæta frost-
þol kartaflna myndi það bæta afkomu í greininni þar sem í máli bænda hefur komið fram að
frostnætur takmarka uppskeru í 8-9 árum af hverjum 10. Almennt þýðir þetta að með erfða-
bótum opnast með tímanum auknir möguleikar til að viðhalda gróðri og ræktun þar sem hann
berst í bökkum og má jafnvel nýta jaðarsvæði sem eru orðin illa farin. Endurheimt landgæða
með þessum hætti er ein leið til að auka flatarmál þess lands sem nýtist til fæðuframleiðslu án
þess að ganga á gróin svæði eða regnskóga.
A iikió nœringargild - þróunarhjálp?
í auknum mæli er horft til þeirra möguleika að bæta næringargildi nytjaplantna með erfða-
tælmi. Þannig sjá menn fyrir vítamin- eða snefilefnabættar plöntutegundir, sem auka hollustu
landbúnaðarafurða. Hafa merk tíðindi gerst nýverið þar sem kynntar voru rannsóknir sem
miðuðu að því að auka næringargildi lrrísgrjóna, en þessi grunnfæða margra þróunarlanda eru
frekar næringarsnauð og merkilega sneydd ýmsum þeim næringar- og snefilefnum sem hinir
grænu hlutar hrísgrjónaplöntunnar búa yfir. Eitt þessara næringarefna er beta-karótín, forveri
A-vítamíns, sem líkaminn breytir í A-vítamin við neyslu. Vítamín A skortur er alvarlegt
vandamál í þróunarlöndunum, þar sem yfir 100 milljón böm þjást af vítamín A skorti.
Vítamín A skortur er meginorsök blindu barna í þróunarlöndunum, það minnkar mótstöðuafl
gegn sýkingum og leiðir með óbeinum hætti til dauða 2 milljóna bama árlega.
Nýverið vannst það þrekvirki að flytja nýmyndun beta-karótíns í sjálf hrísgrjónin. Þar
með tókst að auka næringargildi grjónanna nægilega til að fylla dagsþörf A-vítamíns með
dæmigerðri máltíð. Þessi heilsugrjón eru gullin á lit af völdum betakarótínsins sem í þeim er
og hafa verið nefnd gullnu grjónin. Viðkomandi plöntum hefur verið dreift án endurgjalds til
kynbótastöðva um allan heim þar sem þessi eiginleiki er ræktaður inn í staðbundin afbrigði
hrísgrjóna með hefðbundnum kynbótum. Þar með er tryggt að ákjósanlegur eiginleiki,
fenginn fram með erfðabótum, skili sér inn í hentug afbrigði á hverjum stað í stað þess að
þeim sé skipt út á kostnað tegundafjölbreytileika.
Tíðinda er einnig að vænta hvað varðar aukið járninnihald hrísgijóna, en blóðleysi af
völdum járnskorts er algengasta form vannæringar í heiminum, það veikir ónæmiskerfíð og
getur leitt til líkamlegra og andlegra örkumla fólks á öllum aldri.
/ íeilsuvernd
Plöntur framleiða ógrynnin öll af efnum, eða 80.000 af 100.000 þekktum hliðarafurðum efna-
skipta, sem sum hver hafa lyfjavirkni og önnur auka hollustu með einum eða öðrum hætti.
Eftir því sem þekking okkar eykst á erfða- og efnafræði plantna má með erfðabótum hafa
áhrif á uppsöfnun einstakra hollustuefna ýmist til vinnslu efnanna úr plöntunum eða neyta
þeirra beint í fæðunni.
Bólusetning gegn sjúkdómum í þróunarlöndunum er mjög dýr og lítt skilvirk þar sem
erfitt er um vik að ná til fólks og bóluefnin viðkvæm. Merkilegar rannsóknir eru í gangi sem
miða að bólusetningu gegn sjúkdómum með fæði sem inniheldur mótefnavaka. Hugmyndin
byggir á því að unnt verði að rækta bóluefni t.d. gegn kóleru, stífkrampa og niðurgangi, á
staðnum og neyta þeirra i fæði og þannig komast hjá dýrum flutningum á viðkvæmu bóluefni.