Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 97
89
RflBUIYflUTRFUNDUR 2003
Uppgræðslustörf bænda
Sigþrúður Jónsdóttir
°g
Guðríður Baldvinsdóttir
Landgrœðslu ríkisins
INNGANGUR
Hví eru bændur að græða upp jarðir sínar? Sandurinn getur verið fallegur. en í stormi ógnar
hann og leggur í eyði byggðir og bú og það er skráð í sögu íslenskra bænda, sögu okkar allra.
Jarðvegur í lofitinu nærir ekki líf, heldur kæfir, ógnar og drepur. Hver hefur ekki séð moldar-
mökkinn hylja sólu í hvassviðri? Var það ekki skelfing bóndans þegar það gerðist ? Átti harm
að flýja með bú sitt? Það var ekki lengur byggilegt á jörðinni, sandurinn tók sífellt meira af
engjum og öðru arðbæru landi. Áfokið kæfði allan gróður, beitin og engjamar minnkuðu, hor-
fellir, sultur. Var eitthvað hægt að gera annað en fara? Þýddi eitthvað að berjast við þessa
ógn, sandinn og auðnina og reyna að verja sitt land. Fram eftir öldum horfðu menn á þetta
agndofa og höfðust ekki að og það var hlegið að þeim sem fyrstir byijuðu að hlaða vamar-
garða gegn sandinum með höndunum.
LANDGRÆÐSLA. TIL HVERS?
Landgræðsla bænda er ekki nýtt fyrirbæri, en hefur þróast með tíma og tækni og þeim fjölgað
sem hana stunda. Uppgræðsla heimalanda em landvinningar bóndans, eykur arðsemi og svig-
rúm til beitarstýringar og annarra athafna. Gróið land er verðmætara en götótt og rofið. Á
hverju búi fellur til líffænn úrgangur, s.s. moð, búfjáráburður og heymddi sem er úrvals efni
til uppgræðslu og kemst með því móti aftur inn í hringrás næringarefna. Fjölmargir bændur
nýta sér þetta og sem betur fer er orðið sjaldgæfara að sjá hey brennt.
Hinn takmarkandi þáttur við uppgræðslustörf bænda er oft vinnuaflið og tíminn. Það
vantar fleiri hendur á býlið til að sinna þessum milkilvægu málefnum og vilja þau því mæta
afgangi. Eigi að síður er í öllum tilvikum verið að búa í haginn fyrir framtíðina og auka gæði
jarðarinnar. Landgræðsla krefst þess að horff sé til langs tíma.
SAMVINNA BÆNDA OG LANDGRÆÐSLU RÍKISINS
Þegar nota á tilbúinn áburð og fræ er fjárskortur off takmarkandi þáttur við uppgræðslu. Sam-
vinnuverkefhi Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda hefur bætt þar vem-
lega úr. Tilgangurinn með því var og er að virkja og styrkja bændur til landgræðslu á jörðum
sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og auka möguleika á sjálfbærri landnýtingu í framtíðinni.
Hver sá sem ferðast um og er læs á landið ætti að sjá árangur þessa mikla starfs. Þúsundir
hektara lands hafa gróið upp, rofabörð lokast og í kjölfarið hefur beitarþol jarða aukist. Ekki
er krafist friðunar á uppgræðslusvæðunum, en nauðsynlegt er að beit sé þar hófleg svo upp-
söfnun lífrænna efna og myndun frjósamari jarðvegs sé möguleg. Effir aðhlynningu þarf að
nýta landið sjálfbært eins og allt annað land.
Verkeftiið, sem nú heitir „Bændur græða landið“ (BGL), hófst formlega fyrir áratug og
hefur þátttakendum stöðugt fjölgað (sjá 1. mynd). Allir bændur geta sótt um þátttöku í verk-
efninu og hefur það verið auglýst í Bændablaðinu. Skilyrði er að þeir hafi land sem sé illa eða