Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 135
127
bili er mögulegt að uppskeruauki fáist íyrir gjöf plöntunæringarefnis, en þó minnkandi eftir
því sem nær dregur efri mörkum.
SAMBAND HRÁPRÓTEINS VIÐ P OG K - SAMANBURÐUR GRASTEGUNDA
Knauer (1970) sýndi fram á að styrkur plöntrmæringarefna í mörgum grastegundum er
svipaður við sama þroskastig og sömu næringarskilyrði í jarðvegi. Knauer (1970) ályktaði að
mismunur á styrk plöntunæringarefna í mismunandi grastegundum kæmi frekar fram vegna
þroskastigsmunar en eðlislægs tegundamunar. Rannsóknir hans náðu til 16 grastegunda og 94
afbrigða. Knauer (1979) ályktaði að fosfór og kalí í grasi fylgdi að miklu lejUi magni hrá-
próteins. Ennfremur ályktaði Knauer að fylgni fosfórs og kalís við hráprótein gerði fært að
bera fosfór og kalímagn í mörgum grastegundum og afbrigðum saman við skortsmörk
(critical concentrations) flokkuð eftir magni hrápróteins eða trénis í grasinu.
NÝJUNGAR í PLÖNTUEFNAGREININGUM - ÓBEINAR MÆLINGAR PLÖNTU-
NÆRINGAREFNA
Nú er fært að mæla samtímis vatnsinnihald, C í líffænum efnum og heildar-N með innrauðri
mælitækni, án þess að sundra sýnum. Undanfarin ár hefur verið þróuð mælitækni til mælinga
á gróðurþekju á ökrum tengd áburðardreifmgu (sensor based variable rate systems). Raun o.fl.
(1999) hafa gert grein fyrir stöðu rannsókna á þessari tækni og nýtingu hennar. Einnig fjalla
þessir höfundar um notkun staðsetningarkerfis GSP við kortlagningu uppskeru. Skynjarar
hafa m.a. verið notaðir til þess að greina níturskort í vetrarhveiti með 1 m2 upplausn og til
þess að dreifa áburði. Til frekari fróðleiks má benda á grein Raun o.fl. (1999), sem auðvelt er
að nálgast á netinu.
FYRRI RANNSÓKNIR Á SKORTS- OG KJÖRMÖRKUM P OG K í TÚNGRÖSUM Á ÍS-
LANDI
Skortsmörk og kjörmörk fyrir fosfór og kalí í grasi byggð á niðurstöðum áburðartilrauna á til-
raunastöðvum jarðræktar á Akureyri, Sámstöðum, Skriðuklaustri og Reykhólum árin 1961-
1969 voru birt fyrir nær þremur áratugum síðan (Friðrik Pálmason 1972). Með notkun
tölfræðilegrar aðferðar (Cate og Nelson 1971) voru skortsmörk ákvörðuð og reyndust vera að
meðaltali 0,22% P og 1,1% K í þunefni við 80% af hámarkssprettu. Fosfór og kalí í grasi (% í
þurrefhi) er ekki mjög breytilegt við þetta hlutfall af hámarksuppskeru (80%) og skortsmörkin
má því nota fyrir sýni tekin á venjulegum tíma fýrri sláttar.
Kjörmagn var að meðaltali 0,30-0,31% P og 2,5-2,7% K í þurrefni i fyrri slætti. Meðal-
töl kjörmagns voru ákveðin með líkingunni y=a/xc, þar sem y er uppskeruauki eftir ákveðið
magn plöntunæringarefnis x er styrkur næringarefnis (% í þurrefni) (Lundegárdh 1941).
Lundegárdh gerði ráð fyrir að sýni væru tekin við blómgun meðan blöð eru enn græn, en í ís-
lensku tilraununum var um að ræða sýni tekin í fyrri slætti.
Aðhvarfslíkingar voru reiknaðar fyrir P og K sem fall af hrápróteini við mismunandi
magn af P og K í áburði. Styrkur P og K í grasi (% í þurrefhi) fylgdi hrápróteini línulega. í til-
raununum var blandaður túngróður. Með notkun þessara aðhvarfslíkinga er unnt taka tillit til
mismunandi efnasamsetningar grastegunda og munar á P og K í grasinu sem stafar af þroska-
mun við slátt. Þar með er leiðrétt fyrir mismun milli ára og staða. Aðhvörfin gilda fyrir fyrri
slátt og fyrir um það bil 10-20% hráprótein í þurrefni. Vert er að vekja athygli á því að
gögnin sem notuð voru náðu yfir níu ára tímabil og marga tilraunastaði.
Með þessu móti má nota vel verkuð heysýni (meltanleikamæling) til þess að meta, hve
vel hefur verið séð fyrir fosfór og kalíþörf túngrasa. Aðferðir til þess að áætla áburðarþörf