Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 180
172
ákveðnum sviðum. Sem dæmi um nauðsyn þess að meiri þekkingar sé aflað og komið á fram-
færi má nefna að á liðnu hausti lætur nærri að íslenskir bændur hafi látið efnagreina um 2300
heysýni og greitt fyrir það um 5,7 milljónir króna (án vsk). Flest eru þessi sýni ffá kúa-
bændum og út frá mörgum þeirra gera ráðunautar fóðuráætlanir fyrir bændur. Galli á þeirri
vinnu er m.a. sá að engar líkingar eru til að spá um væntanlegt át kúnna við gefnar forsendur
en það er að sjálfsögðu eitt af þeim grundavallaratriðum sem þarf að vera til staðar svo slík
áætlanagerð geti skilað viðunandi árangri.
Annað atriði sem má nefna er að við slíka fóðuráætlanagerð er reynt að leiðbeina
bændum um hvaða kjarnfóður sé hagstæðast fyrir þá að gefa kúnum með þeim heyjum sem
tiltæk eru. Verulega vantar að koma á framfæri upplýsingum um áhrif próteins í fóðri á af-
urðir kúnna og hvaða samhengi er milli próteins í fóðri og úrefnis í mjólkinni og þannig að
styrkja þann grunn sem val á kjarnfóðurblöndum byggist á. Markhópur fyrir niðurstöður
þessa verkefnis eru bæði kúabændur, ráðunautar, dýralæknar og aðrir búvísindamenn.
Verkáœtlun
Sett hefur verið fram verk og tímaáætlun fyrir verkefnið sem er í grófum dráttum þannig:
1. Skipa stýrihóp fyrir verkefnið sem m.a. ákveður hvaða gögn á að nota í verkefninu, á hvaða
formi gagnagrunnur á að vera, hvaða úrvinnsluaðferðum er skynsamlegast að beita og hvernig
er best að standa að kynningu niðurstaðna svo eitthvað sé nefnt. Æskilegt er að í þessum hóp
séu aðilar frá Rala, Bændasamtökunum, Landbúnaðarháskólanum og Landssambandi kúa-
bænda. Þetta þyrfti að gerast sem fyrst.
2. Safna saman og yfirfara grunngögn úr einstökum rannsóknaverkefnum og Ijúka uppgjöri á þeim
verkefnum sem ólokið er. Þá þarf einnig að láta framkvæma þær efnagreiningar á fóðri sem
nauðsynlegar eru (t.d. vambarmælingar, ADF, NDF) til að hægt sé að fullnýta þá möguleika
sem gögnin gefa varðandi úrvinnslu.
3. Samræma uppbyggingu gagnanna úr einstökum verkefnum, koma þeim í sameiginlegan gagna-
grunn og vinna tölfræðilega úrvinnslu.
4. Kynning á niðurstöðum. Það mætti gera t.d. með útgáfu fjölrits, með námskeiði fyrir ráðunauta
ofl. Áætlað er að verkinu verði lokið á árinu 2000.
Tilraunaverkefni sem nýta má gögn úr til úrvinnslu:
» Frá Stóra Ármóti;
íblöndun á hertu loðnulýsi í kjarnfóður mjólkurkúa og áhrif þess á át, nyt, efnainnihald og bragðgæði
mjólkur. Gunnar Ríkharðsson 1990. Ráðunautafundur 1990: 253-265.
Áhrif grastegunda og aldurs kúa á át og afurðir. Gunnar Ríkharðsson (1994). Rit Ráðunautafundar
1994, bls. 143-150.
Mismunandi orkufóðrun mjólkurkúa í byrjun mjaltaskeiðs: Áhrif fóðrunar á át og afurðir. Gunnar
Ríkharðsson og Einar Gestsson (1995). Rit Ráðunautafundar 1995, bls. 91-102.
Grænfóður og þurrhey fyrir kýr á fyrsta mjaltaskeiði. Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson (1995).
Rit Ráðunautafundar 1995, bls. 128-139.
Hert loðnulýsi og fóðurkál fyrir mjólkurkýr. Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson (1996). Rit Ráðu-
nautafundar 1996, bls. 218-232.
Samanburður á íslenskum og norskum kúm í Færeyjum. Gunnar Ríkharðsson og Jón Viðar Jónmunds-
son (1996). Rit Ráðunautafundar 1996, bls. 265-279.
Mismunandi kjamfóðurgjöf fyrir mjólkurkýr. Gunnar Ríkharðsson, Einar Gestsson, Þorsteinn Ólafsson
og Grétar H. Harðarson (1997). Rit Ráðunautafundar 1997, bls. 242-254.
Bysg í fóðri mjólkurkúa af islensku kyni. Gunnar Ríkharðsson (1998). Rit Ráðunautafundar 1998, bls.
78-86.
Hálíngresi og vallarfoxgras fyrir mjólkurkýr. Gunnar Ríkharðsson og Sigríður Bjarnadóttir (1999). Rit
Ráðunautafundar 1999, bls. 192-199.
Samanburður á þremur grænfóðurtegundum handa mjólkurkúm að hausti. Sigríður Bjarnadóttir (1999).
Rit Ráðunautafundar 1999, bls. 182-191.