Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 263
255
RRÐUNRUTRFUNDUR 2CG0
Afkoma í sauðfjárrækt 1994-1998
samkvæmt úrtaki sömu búa
Jónas Bjarnason
Hagþjónustu landbúnadarins
INNGANGUR
í samantekt þeirri sem hér fer á eftir var unnið með gögn frá sömu 38 sauðfjárbúum úr gagna-
grunni búreikninga Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir tímabilið 1994 til 1998. Um er að ræða
úrtak sérhæfðra sauðfjárbúa, þ.e. bú sem hafa að lágmarki 70% af reglulegum tekjum sínum
(búgreinatekjum) af sauðfjárafurðum.
BÚSTÆRÐ
Stærð búanna var að meðaltali um 280 vetrarfóðraðar kindur á tímabilinu. Merkja má þróun
til stækkunar, eða frá 276 vetrarfóðruðum kindum (1994) til 284 vetrarfóðraðra kinda (1998).
Búin eru mjög sérhæfð og sem hlutfall af heildarbúgreinatekjum voru tekjur af sauðfjár-
afurðum að meðaltali um 94%.
ALMENN UMSÖGN
Heildarbúgreinatekjur haldast nánast óbreyttar á tímabilinu, þótt greina megi hreyfmgu til
hækkunar. Tekjur af sauðfjárafurðum eru nánast óbreyttar (vegna aukins bústofns), en tekjur
á vetrarfóðraða kind falla úr 9899 krónum í 9588 krónur, eða um 311 kr. Það eru því aðrar
búgreinatekjur sem standa á bak við þá hækkun sem fram kemur. Þær stafa einkum af hærri
tekjum af hlunnindum, heimilisiðnaði og fiskeldi.
Breytilegur kostnaður er nánast óbreyttur að krónutölu á þótt greina megi hreyfingu til
hækkunar. Það hækkunarferli sléttast út á móti sömu þróun heildarbúgreinatekna, sem leiðir
til þess að framlegðarstig (65,2%) helst óbreytt. Hálffastur kostnaður stígur um 60.000 kr á
tímabilinu, eða um 8,6%. Það er einkum viðhald girðinga, rekstrarkostnaður bifreiðar og
kostnaður vegna véla og tækja sem hækkar á meðan aðkeypt laun til búsins lækka.
Afskriftir aukast á tímabilinu úr 420.000 kr í 525.000 kr, eða um 17,4%. Það eru aðallega
fymingar vegna útihúsa og véla sem valda hækkun þeirra.
Vaxtagjöld hækka á tímabilinu úr 182.000 kr í 251.000 kr, eða um 37,9%. Metnir sem
hlutfall af búgreinatekjum hækka útgjöld vegna vaxta úr 6,3% (1994) í 8,6% (1998).
Liðurinn „aðrar tekjur“ þrefaldast á tímabilinu, úr 169.000 kr í 515.000 kr. Til skýringar
er veruleg hækkun ýmissa tekna (um 186.000 kr), bókaðs söluhagnaðar (um 120.000 kr) og
frámleiðslustyrkja (um 40.000 kr).
Hagnaður fyrir laun eiganda hækkar úr 771.000 kr (1994) í 897.000 kr (1998). Hækkunin
nemur 126.000 kr, eða 16,3%. Þá hækkar launagreiðslugeta búanna úr 1.072.000 kr (1994) í
1.120.000 kr (1998). Hækkunin nemur 48.000 kr, eða4,5%.
Á efnahagsyfirliti kemur m.a. fram nokkur rýmun í veltufjármunum og lækka þeir um
88.000 kr á tímabilinu, eða 12%. Aukning fastafjár nemur 140.000 kr og stendur það í
6.350.000 kr í lok tímabilsins. Innan þessa liðar má sjá hreyfingar, s.s. aukna bókfærða eign í