Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 214
206
RRÐUNflUTflfUNDUR 2000
Feldkanínurækt, ræktun Castor Rex kanína
Sverrir Heiðar Júlíusson
Landbimadarháskólanum á Hvanneyri
Og
Siguijón Bláfeld
Bœndasamtökum Islands
INNGANGUR
Samdráttur í hefðbundnum búgreinum hefur leitt til þess að leitað hefur verið nýrra leiða í bú-
vöruframleiðslu. Það nýjasta er raektun Castor Rex feldkanína. í þessu erindi verður fjallað
um feldkanínuna sem húsdýr, eðli þessarar nýbúgreinar, stöðu og horfur.
SAGA FELDKANÍNA, REX KANÍNA
Saga feldkanínanna er ekki löng, en þetta sérstaka afbrigði varð til á litlu búi í Frakklandi árið
1919 þegar einn hvolpur fæddist með óvenjulegan feld. Seinna fæddist annar af gagnstæðu
kyni, undan sömu foreldrum. Þegar þeir voru svo paraðir saman síðar kom í ljós að eigin-
leikinn hafði fest sig í sessi. Vindhárin voru jafnlöng þelinu og hafði því feldurinn silkimjúka
og glansandi áferð, líkt og hjá moldvörpu. Allar Rex kanínur rekja uppruna sinn til þessa pars.
Vegna styttri vindhára eru þessar kanínur minna hærðar neðan á afturfótum heldur en önnur
afbrigði og þola þær því illa að standa á neti eingöngu. Einnig virðast þær oft heldur styggari
en loð- og holdakanínur. Til eru fjölmörg litaafbrigði af Rex kanínum, en það er brúna af-
brigðið, Castor Rex sem við höfum hafið ræktun á hér á landi.
HÚS OG BÚR FYRIR FELDKANÍNUR
Hús fyrir feldkanínur geta eflaust verið af ýmsum gerðum. í Danmörku eru þær hafðar jafnt í
gömlum fjósum sem loðdýraskálum. Þar virðast flestir vera a.m.k. með fullorðnu dýrin á
undirburði, oftast hálmi, enda er hann bæði góður og ódýr hjá þeim. Dýr á neti þurfa að geta
staðið á einhverju öðru, t.d. í trékassa með hálmi í. Hann skal vera þannig staðsettur að
kanínan geti staðið í honum þegar hún er að éta hey. Atlæti feldkanína verður að vera gott,
s.s. hrein og þurr búr og hæfilegir möskvar í botni búra, trekk þola þær illa.
Hið kjöma eldishús er bjart og þurrt þar sem góð loftræsting er. Því betri sem loft-
ræstingin er því auðveldara er að halda rakastiginu niðri, en kaninumar þrífast best við 50-
70% raka. Kanínan er náttdýr og getur röng lýsing haft slæm áhrif, sérstaklega á ffjósemi. Til-
raunir hafa sýnt fram á að lýsing sem nemur 1-2 W á m2 í gólffleti eða ljósmagn 15 lux í búra-
hæð 14-16 tima á dag hentar kanínum og vegur upp á móti dvínandi frjósemi sem annars er hjá
kanínum þegar dagsbirta minnkar.
Á Hvanneyri era feldkanínumar í loðdýraskála og læðumar i refabúram með hálmi og
virðist það gefa góða raun. Sjáum þó hvað setur á útmánuðum þegar got era í gangi, frost
verður mikið og jafnvel vindkæling.
Ýmsar gerðir búra eru til og koma margar gerðir til greina. Byrjendur ættu að kynna sér
aðstæður, s.s. búr hjá nálægum kanínubónda, áður en hafist er handa við að útbúa aðstöðu
heima fyrir.